NJÁLU - fréttir
Tölublað 2

04.08.97

Heyrt og séð

Nú hefur verið stofnað nýtt goðorð hér í Rangárþingi. Er það að Hvítanesi og þar býr Höskuldur Þráinsson, fóstursonur Njáls að Bergþórshvoli. Er Höskuldur nú aldre annað kallaður en Höskuldur Hvítanesgoði.


Spurst hefur að heimilisfólk að Bergþórshvoli hafi farið óvarlega með eld kvöld eitt og skammast sín svo fyrir það að þau létu sig brenna inni og kenndu um það Flosa á Svínafelli.


Nú er látinn Kolur Þorsteinsson á besta aldri. Sá er verkið vann var óprúttinn náungi að nafni Kári Sölmundarson. Talið er að hann hafið verið að hefna Njálssona sem brunnu inni á Bergþórshvoli rúmu ári áður.

Guðmundur Halldórsson og Jón Bjarmi


Brúðkaupsfréttir

Gefin voru saman nú á miðju sumri Kári Sölmundarson og Helga Njálsdóttir. Þau eiga land að Dyrhólmum í Mýdal en eru jafnan á Bergþórshvoli.


Slúður

Heyrst hefur að Guðrún dóttir Guðbrands í Dölum sé ólétt eftir Hrapp Örgumleiðason. Guðbrandur vill Hrapp feigan og Hákon jarl dæmdi hann útlægan.


Dánarfréttir

Það voðaverk hefur verið framið að stórbóndinn Þráinn Sigfússon var klofinn í herðar niður og varð það hans bani. Þeir sem stóðu fyrir verknaðinum munu hafa verið Njálssynir og Kári Sölmundarson. Þeir drápu einnig Tjörva og Hrapp Örgumleiðason.

Vilborg og Dröfn


Fletta áfram...
Fletta til baka...
Aftur í forsíðu...