NJÁLU - fréttir
Tölublað 2

04.08.97

Skuggsjá

Nafn: Ámundi Höskuldsson hinn blindi
Faðir: Höskuldur Njálsson
Móðir: Hróðný

Það var einn bjartan sumardag að í þennan heim var borinn Ámundi nokkur Höskuldsson. Hann var laungetinn og hafði blindur verið borinn.

Að loknum glæsilegum ferli í grunnskóla var hann sendur á fjallahótelið að Laugarvatni. Þar tók á móti honum herbergisfélagi hans, Lýtingur af Sámsstöðum. Lýtingur leiddi Áma um ganga skólans næstu tvö árin.

En Lýtingur var ekki lengi í Paradís, frekar en Adam. Ásta Sóllilja Guðbjartsdóttir, heimasæta í Sumarhúsum, stal stenunni og fékk þann heiður að leiða hann um vegi ástarinnar og sá henn ekki sólina fyrir henni. Samfarir þeirra voru góðar það sem eftir lifði vetrar. Á útskriftardaginn sló í brýnu milli þeirra félaga Lýtings og Ámunda. Ámundi fékk skyndilega sýn og rak rýting í gegnum Lýting, varð svo litið á Ástu Sóllilju og sá þá hversu rangeygð hún var. Sagði hann þá skilið við hana.

Satt og logið um Ámunda:

Mundi er alltaf blindfullur
Ámi var ánægður þegar hann fékk sýn og fjölvarp
Ámundi sér í gegnum holt og hæðir.

Matta og Þórhildur 4-M

   

   
Gunnar Hámundarson

1. ár:

Að hausti árið 1993 kom í skólann lítill, þybbinn naggur sem bar heitið Gunnar Hámundarson. Var hann ættaður út sómasýslu Rangæinga, nánar tiltekið úr Hlíðarendakoti í Fljótshlíð.

Komst þessi drengur fljótt til metorða enda maður fallegur og mikill að vitsmunum. Byrjuðu fljótt hans kvennafarir og bar þar hæst hans samband við Hallgerði langbrók.

Gunnar þótti aldrei hneigður til bókar og slælegan árangur hans í efnafræðum bar þar hæst. Var drengurinn settur utanskóla í þeim fræðum eftir fyrstu fjóra tímana vegna orðaskipta við Hilmar Bragason, eftir að sá síðarnefndi hafði látið mólikúl-módel fljúga í hausinn á Gunnari.

Gunnar komst fljótt að því að eitt besta ráðið til að lyfta lundinni væri að taka þeysireið á hestbaki vestur fyrir Ölfusá og svala þorsta sínum á Gjábakkanum þar. Ein af hans föstu venjum þar var að svala þorstanum í sterkum miði.

Oft kom til ryskinga í þessum ferðum hans og kreppti Gunnar hnefann ætíð manna fastast. Oft reyndist honum þó erfitt að vakna í skólann eftir svaðilfarir þessar. Höfðu þessar siðlausu athafnir engin áhrif á skólagönguna í fyrsta bekk og fluttist hann upp í annan bekk með meðaleinkunnina 9,54.

Ólafur , Sigurbjörn og Böðvar

   

   
Hallgerður Höskuldsdóttir

1. bekkur:
Hallgerður kom ung og óspillt hingað á Laugarvatn. Hún kynntist fljótt Bakkusi og æðra kyningu. Hún var mjög virk á skemmtanasviðinu og náði sér fljótt í eldri nema sem hét Þorvaldur en það samband dugði skammt því Þjóstólfur klagaði Þorvald fyrir landabrugg.

2. bekkur:
Hallgerður var algjör gribba við busana og þá sérstaklega við dreng einn að nafni Glúmur en þegar busavikan var yfirstaðin slitnaði ekki slefan á milli þeirra!

3. bekkur:
Samband þeirra Glúms slitnaði þegar Glúmur ákvað að flytja af landi brott. Hallgerður var söm við sig og fann sér annan gæja úr Héraðsskólanum og var hann maður maður að nafni Gunnar Hámundarson og var hann íþróttamaður mikill.

4. bekkur:
Hallgerður var kosin nafladrottning það vor og var það sökum þess að hún verslaði mikið í ölsölu. Hallgerður losaði sig við Gunnar og stefnir á nám erlendis.

Jóhannes , Oddur og Markús


Fletta áfram...
Fletta til baka...
Aftur í forsíðu...