NJÁLU - fréttir
Tölublað 2

04.08.97

Dagbók

Dagur í lífi Gunnars Hámundarsonar nema í ÍKÍ

Vegna sinna ótrúlegu íþróttahæfileika lá beint við að Gunnar skellti sér í Íþróttakennaraskóla Íslands. Hann var einungis 22 ára að aldri en var þó með líkamlega þroskuðustu mönnum, mikill að vexti og hraustur með eindæmum. Hér munum við fylgja Gunnari einn dag í námi við skólann.

Við sólarupprás fór Gunnar á fætur langt á undan öllum öðrum og skokkaði einn hring niður á Selfoss og til baka, um 80 km hring. Hann mætti ferskur í morgunmat og át áávið sex fullvaxna menn. Þá var komið að hniti en það fór fram í íþróttahúsinu. Gunnar hafði sérstakan spaða sem var um 50 kg því ekki dugðu nýtísku léttavigtarspaðar fyrir hann. Klukkan 10.30 var farið í knattspyrnu, skipt var í tvö lið og var Gunnars lið langt yfir því enginn þorði að hlaupa á móti honum. Einn kjarkmikill nemi ákvað þó að reyna að ná af honum boltanum og tæklaði Gunnar. Gunnar reis upp æfur af reiði en hamdi sig þó. Þá missti hinn ólukkusami nemi út úr sér að Gunnar væri nú ekki eins góður og hann vildi vera láta. Þá missti Gunnar sig og sló drenginn. Höggið var svo fast að drenguirnn steinrotaðist og lá kaldur í nokkra klukkutíma. Gunnar sá nú eftir þessu og fór í sturtu.

Í hádegismatunum át Gunnar á við 12 fullvaxna menn og gerði armbeygjur.

Eftir mat voru bóklegir tímar. Þar bar Gunnar ekki af og nýtti sér góðsemi bekkjarfélaga síns, Njáls, til að gera verkefnin.

Eftir bóklegu tímana lagði Gunnar sig fram að kvöldmat. Í kvöldmatnum át Gunnar á við 24 fullvaxna menn.

Eftir mat skoraði Gunnar á alla í glímu en enginn þorði í hann. Þá var farið í sund og var Gunnar þar áberandi bestur og synti sem selur. Nú leið að kveldi og fékk Gunnar sér í glas, eða kút réttara sagt. Hann sat að drykkju með félögum sínum fram að miðnætti og fóru þeir þó aðeins að kýta og lagði Gunnar þá alla í einu. Fóru þeir svo að sofa.

Teitur Ingi og Gunnar Gunnarsson


Ég vaknaði klukkan 6.00 eins og alla aðra morgna. En þó var þessi dagur aðeins frábrugðinn öðrum dögum því í dag var mikil íþróttakeppni. Ég ákvað að skella mér í sund til að vakna aðeins betur áður en skólinn byrjaði. Ég rölti því niður að Laugarvatni og hoppaði út í. Vatnið var frekar í kaldara lagi og smá ís hafði myndast ofan á því en ég lét það ekkert á mig fá. Ég synti nokkrar ferðir og braut ísinn á undan mér með bringunni. Eftir þessa ágætis sundferð fór ég skólann og undir mér þar til hádegis.

Klukkan 13.00 byrjaði svo íþróttakeppnin. Að sjálfsögðu keppti ég í öllum greinum og vann þær allar. En best stóð ég mig í stangarstökkinu þar sem ég stökk fjórfalda hæð mína og bætti Íslandsmetið um helming (berfættur).

Eftir íþróttakeppnina ákvað ég að hlaupa mig niður með því að skokka á Selfoss og kaupa mér dýrindis hamborgara í pylsuvagninum. Eftir létt skokk til baka fór ég heim og vann heimalærdóminn. Þá var klukkan orðin svo margt að ég ákvað að fara að sofa svo ég gæti tekið næsta morgun snemma.

Kolla , Júlía og Heiða.


Fletta áfram...
Fletta til baka...
Aftur í forsíðu...