[Verkefni úr Njálu] [Brennu-Njáls saga]


Verkefni úr 133. - 151. kafla Brennu-Njáls sögu


 
Svarið þessum spurningum og vinnið saman í 2 - 4 manna hópum.   Allir hópar eiga að skila útfylltu blaði þar sem kemur fram hverjir voru í hópnum og hverjir unnu vinnuna.  Hlustað verður á sýnishorn svara frá öllum hópum í kennslustund og er gert ráð fyrir að hver hópur velji eitt af svörum sínum og bregði upp glæru með aðalatriðum þess.   Passið að eiga öll eintök af svörunum því þau geta nýst sem glósur.
 

1Skoðaðu draum Flosa og hverja Járngrímur kallaði, í 133. kafla:  Hve margir þeirra hafa verið vegnir núna (eftir 151. kafla)?  Hverja hefur Kári hugsað sér að vega í viðbót?
 

2. Af hverju reynir Kári aldrei að ná fram hefndum á Flosa sjálfum?  Hver er afstaða Flosa til Kára?  En Kára til Flosa? (Ég er ekki viss um að þetta komi fram beint en þið verðið þá bara að reyna að túlka söguna söguna.)
 

3. Kári og Björn úr Mörk (148. - 152. kafli):  Hvernig stendur á því að Kári leitar athvarfs og hjálpar Bjarnar úr Mörk?  Hvernig persóna er Björn? Af hverju ætli höfundur Njálu hafi valið Kára slíkan liðsmann?
 

 
 

4Hverjir mæltu eftirfarandi orð og af hvaða tilefni?

„Fám mönnum er Kári líkur og þann veg vildi eg helst skapfarinn vera sem hann er.“

„Hvorki frý eg mér skyggnleiks né áræðis eða nokkurrar karlmennsku.“

„Tröll hafi þitt hól og skrum og skyldir þú eigi mæla ykkur tál báðum og hégóma í þessu.“

„Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.“


Uppfært í maí 2010
Harpa Hreinsdóttir