[Verkefni úr Njálu] [Brennu-Njáls saga]


Verkefni úr 1. - 32. kafla Brennu-Njáls sögu

 
Svarið þessum spurningum og vinnið saman í 2 - 4 manna hópum.   Allir hópar eiga að skila útfylltu blaði þar sem kemur fram hverjir voru í hópnum og hverjir unnu vinnuna.  Hlustað verður á sýnishorn svara frá öllum hópum í kennslustund og er gert ráð fyrir að hver hópur velji eitt af svörum sínum og bregði upp glæru með aðalatriðum þess.   Passið að eiga öll eintök af svörunum því þau geta nýst sem glósur.
 

1.  Hallgerður langbrók:   Hvernig lítur hún út? (Eða trúið þið rómantísku myndinni sem skreytir þetta verkefni?)  Lýsið skapgerð Hallgerðar. Hvernig má skýra þætti í skapgerð hennar út frá ætterni,  skv. Laxdælu (Jórunn) og Njálu (Svanur).  Hvernig má skýra þætti í skapgerð hennar út frá uppeldi?  Hvernig finnst ykkur Hallgerður?

Hvað finnst ykkur um samband og samskipti þeirra Hallgerðar og Þjóstólf? Af hverju skipti hann sér af hjónaböndum hennar og hvernig líkar henni það? Af hverju lætur Hallgerður yfirleitt undan Þjóstólfi?
 

2.  Hjónaband Hrúts og Unnar:  Af hverju lukkaðist það ekki?  Af hverju neitar Hrútur að endurgreiða heimanfylgjuna?  Hvernig gat Hrútur komist hjá því að fara að lögum og greiða Merði og Unni þessa upphæð?

Eða

Hvað er heimanfylgjan  há upphæð að núvirði?  Skoðið skýringar, s. 367 og reiknið út eftir einhverjum þeim aðferðum sem sagt er frá á http://www.fva.is/harpa/sagnavefur/fe_verdgildi/fe_index.html.  (Einfaldast  að velja Fornar sögur og fólkið landinu af heimasíðu Hörpu, http://www.fva.is/harpa, velja síðan Verðlag af valblaði efst á þeim síðum.) Verið tilbúin að úskýra útreikninga.

Ath. að ekki er ætlast til þess að hópurinn vinni bæði verkefnin í lið 2 heldur velji annað hvort.
 

3Hvernig stendur á því að Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda fer að vasast í málum Unnar og Hrúts?  Hvernig tekst honum til?  Hvernig tekst Gunnari að ná fé Unnar, að lokum?
 

4Víkingaferð Gunnars og Kolskeggs:  Hvernig gengur hún? (Óþarfi að endursegja hvert þeir fóru heldur svara þessu svona almennt, t.d. með því hve Gunnari græddust mörg skip á ferðinni.)  Hvernig kemst Gunnar augljóslega til mikilla mannvirðinga hjá Danakongungi og Noregsjarli?  Hvaða tilgangi þjónar þessi ferð fyrir áframhaldandi líf Gunnars  (fyrir utan að gera fullkomlega ljóst hvað Gunnar er mikil hetja og vígfimur o.þ.h.)?

Uppfært í maí 2010
Harpa Hreinsdóttir