[Verkefni úr Njálu] [Brennu-Njáls saga]


Verkefni úr 33. - 42. kafla Brennu-Njáls sögu


Svarið þessum spurningum og vinnið saman í 2 - 4 manna hópum.   Allir hópar eiga að skila útfylltu blaði þar sem kemur fram hverjir voru í hópnum og hverjir unnu vinnuna.  Hlustað verður á sýnishorn svara frá öllum hópum í kennslustund og er gert ráð fyrir að hver hópur velji eitt af svörum sínum og bregði upp glæru með aðalatriðum þess.   Passið að eiga öll eintök af svörunum því þau geta nýst sem glósur.
 

1.  Hjónaband Gunnars og Hallgerðar;  Hvað sér Gunnar við Hallgerði?  Hvað sér hún við hann?  Hversu gömul eru þau þegar þau giftast?  Hvað er langt síðan Hallgerður varð öðru sinni ekkja?  Hvernig lítast helstu ráðgjöfum beggja á þetta hjónaband, þ.e. Njáli og Hrúti?  Hvernig líst ykkur á þetta hjónaband miðað við hvernig til þess var stofnað - munu þau verða hamingjusöm, eiga börn og buru og lifa langa og hamingjuríka ævi?
 

2.  Berið saman samband og samskipti þeirra Höskulds og Hrúts, annars vegar, og hins vegar Gunnars og Njáls.  Hvor er eldri í þessum pörum?  Hvor gefur ráð?  Hvernig er tengslum þeirra háttað? (Spurt er um ættartengsl eða annað.)

3.  Hvernig tengist Hallgerður langbrók aðalpersónum í Laxdælu og Egils sögu? (Spurt er um fjölskyldutengsl.)
 
 




Hverjir mæltu eftirfarandi orð og af hvaða tilefni?  (Ýmist er um að ræða fleyg orð úr Brennu-Njáls sögu eða mjög lýsandi fyrir viðkomandi persónu.)

a) „Ekki lætur Hallgerður verða ellidauða húskarla vora.“  Þetta sagði ___________________ þegar ____________________________

b) „Það áttu eftir er erfiðast er, en það er að deyja.“  Þetta sagði __________________ þegar ____________________________

c) „Gera mun ég kost á því ... ef þú vilt vinna allt það er eg legg fyrir þig og svo þó að eg vilji senda þig til mannráða.“
Þetta sagði _____________________ þegar ____________________________

d) „Tröll hafi þína vini.“  Þetta sagði _____________________ þegar ____________________________

e) „Era gapriplar góðir / gægur er þér í augum ...“  Þetta sagði _________________________ þegar ____________________________

f) „Því mun eg svara þér um þetta er satt er.  Þú ert maður vaskur og vel að þér en hún er blandin mjög og vil eg þig í engu svíkja.“  Þetta sagði ____________________ þegar ____________________________
 




 
 
 
 
 
 

Uppfært í maí 2010
Harpa Hreinsdóttir