[Verkefni úr Njálu] [Brennu-Njáls saga]
 
Verkefni úr 49. - 64. kafla Brennu-Njáls sögu
Svarið þessum spurningum og vinnið saman í 2 - 4 manna hópum.   Allir hópar eiga að skila útfylltu blaði þar sem kemur fram hverjir voru í hópnum og hverjir unnu vinnuna.  Hlustað verður á sýnishorn svara frá öllum hópum í kennslustund og er gert ráð fyrir að hver hópur velji eitt af svörum sínum og bregði upp glæru með aðalatriðum þess.   Passið að eiga öll eintök af svörunum því þau geta nýst sem glósur.

 

1.  Njáll varar Gunnar við að höggva ekki tvisvar í sama knérunn;
Hvað þýðir þetta?  Hvenær ráðlagði Njáll Gunnari þetta, þ.e. eftir hvaða atburð? Hvernig stóð á því að Gunnar gat ekki farið að þessum ráðum Njáls?  (Lýstu því stuttlega.)
2. Mörður Valgarðsson

Af hverju er honum svona illa við Gunnar, frænda sinn, sem þó hafði hjálpað móður hans um árið?  Hvaðan hefur hann erft slægðina, sem jafnan er getið í lýsingu Marðar?  Af hverju aðstoðar Mörður við að upplýsa meintan þjófnað á Kirkjubæ?  Hvað finnst ykkur um aðferðir hans við það?  Af hverju er nafnið Mörður svo sjaldan gefið íslenskum börnum - vitið þið annars um einhvern Mörð?

 

3. Starkaðarsynir + Kolssynir og Gunnar
Hver eru upptök ósættis Þorgeirs Starkaðarsonar, bræðra hans og frænda við Gunnar á Hlíðarenda? Af hverju byrja Þorgeir og félagar að bögga Gunnar?

Hvernig hugðust þeir tryggja sér sigur og hvernig gengur aðför þeirra að Gunnari? (Átt er við þegar þeir sitja fyrir honum, Kolskeggi og Hirti.)

Í undanförnum köflum hefur Gunnar hvað eftir annað lent í málaferlum.  Hvernig eru þau mál yfirleitt leyst á Alþingi?  Hvernig tekst Gunnari að eiga fyrir manngjöldum?
 

 


Hverjir mæltu þessi  orð og  af hvaða  tilefni?  (Ath.að gott getur verið að fletta upp í Njálu á Netútgáfunni, http://www.snerpa.is/net/isl/njala.htm, en auðvitað er best að vita þetta sjálf eftir að hafa lesið Brennu-Njáls sögu vel!.)
 
„Nú er það ráð mitt Hjörtur frændi að þú ríðir vestur aftur í Tungu“ sagði _____________________ þegar _________________________
„Eigi þarft þú að líta á, jafnt er sem þér sýnist, af er fóturinn“ sagði _____________________ þegar _________________________
„Koma mun til mín feigðin ...hvar sem eg er staddur ef mér verður þess auðið“ sagði _____________________ þegar _________________________
„X svaraði ef slíkir atburðir yrðu að það væri kallað í öðrum löndum benrögn „og sagði svo Ölvir bóndi í Hísing að það væri jafnan fyrir stórfundum““ sagði _____________________ þegar _________________________
„Geym nú svo til félagi að þú halt sætt þessa og mun hvað við höfum við mælst.  Og svo sem þér varð hin fyrri utanferð mikil til sæmdar þá mun þér verða sjá miklu meir til sæmdar. Munt þú koma út með mannvirðingu mikilli og verða maður gamall og mun engi maður hér þá á sporði þér standa“ sagði _____________________ þegar _________________________
Uppfært í maí 2010
Harpa Hreinsdóttir