[Verkefni úr Njálu] [Brennu-Njáls saga]
 
 

Verkefni úr 78. - 90. kafla Brennu-Njáls sögu


Svarið þessum spurningum og vinnið saman í 2 - 4 manna hópum.   Allir hópar eiga að skila útfylltu blaði þar sem kemur fram hverjir voru í hópnum og hverjir unnu vinnuna.  Hlustað verður á sýnishorn svara frá öllum hópum í kennslustund og er gert ráð fyrir að hver hópur velji eitt af svörum sínum og bregði upp glæru með aðalatriðum þess.   Passið að eiga öll eintök af svörunum því þau geta nýst sem glósur.
 
 
1.  Eftirmál eftir víg Gunnars
 
  • Hvað varð um Hallgerði, konu Gunnars? 
  • Hvað varð um syni Gunnars? 
  • Hvað varð um atgeir Gunnars?
  • Hvernig var Gunnars hefnt? 
(Lýsið þessu í stuttu máli.)
 

2Hvað varð um Kolskegg, bróður Gunnars?
 

Myndin sýnir endurgerðan Væringjabúning og er tekin af
http://www.miklagard.nvg.org.au/costume/byzantine/soldier/byz_soldier_main.htm

3.  Hvernig er Kári Sölmundarson kynntur til sögunnar?  Hvers konar náungi er Kári?


 
 
 

4. Af hverju tekur Þráinn Sigfússon, persónulegur vinur Hákonar jarls og hirðmaður hans, við Hrappi Örgumleiðasyni?  Hvað segir Hrappur við Þráin til að fá hann til að taka við sér?  Á hvaða persónu í fyrri hluta sögunnar minnir Hrappur?  (Rökstyðjið vel svörin við þessu.)

Hvað verður um Hrapp þegar þeir Þráinn eru komnir til Íslands?
 
 
 
 

Uppfært í maí 2010
Harpa Hreinsdóttir