[Verkefni úr Njálu] [Brennu-Njáls saga]


Verkefni  úr 9. - 27. kafla Brennu-Njáls sögu

 
Svarið þessum spurningum og vinnið saman í 2 - 4 manna hópum.   Allir hópar eiga að skila útfylltu blaði þar sem kemur fram hverjir voru í hópnum og hverjir unnu vinnuna.  Hlustað verður á sýnishorn svara frá öllum hópum í kennslustund og er gert ráð fyrir að hver hópur velji eitt af svörum sínum og bregði upp glæru með aðalatriðum þess.   Passið að eiga öll eintök af svörunum því þau geta nýst sem glósur.
 
 

Hallgerður og Þjóstólfur
Hvað finnst ykkur um samband og samskipti þeirra Hallgerðar og Þjóstólfs?  Af hverju skiptir hann sér af hjónböndum hennar og hvernig líkar henni það?  Af hverju lætur hún yfirleitt undan honum?  Hvernig lýkur samskiptum þeirra?
 
 
 

Gunnar á Hlíðarenda
Skoðið útlitslýsingu Gunnars;  Hverju man maður best eftir úr þeirri lýsingu?  Minnir hann ykkur á einhverjar aðrar hetjur úr Íslendingasögunum?
Hvernig stendur á því að Gunnar Hámundarson  fer að vasast í málum Unnar og Hrúts?  Hvernig tekst honum til?  Hvernig tekst Gunnari að ná fé Unnar, að lokum?
 
 
 

Lýsið sonum Njáls og Bergþóru í stuttu máli.  Gerið lista yfir hjónabönd þeirra. Hver haldið þið að verði mest áberandi í sögunni af þeim bræðrum?  Á hverju byggið þið þá skoðun?
 
 

Hvernig finnst ykkur Njála til þessa?  Og hvað haldið þið að aðalpersónur sögunnar geri næst?  (Án þess að kíkja í glósurnar, takk!)
 
 



 
 
 

Uppfært í maí 2010
Harpa Hreinsdóttir