Ağalsíğa

Guðríður Þorbjarnardóttir og fjölskylda
Guðríður: Nafnið kemur fyrir í Landnámu og víðar í fornum bókmenntum. Það er einnig nefnt á ýmsum stöðum í fornbréfum og hefur lengi verið vinsælt hérlendis. Í manntali í byrjun 18. aldar voru 497 konur sem báru nafnið en nú eru þær 535, skv. Þjóðskrá.


Guðríður Þorbjarnardóttir er sennilega ein af athyglisverðustu og mikilvægustu persónum íslenskri sögu. [Myndina af skartinu teiknaði ?]

Þorbjörn Vífilsson og Hallveig Einarsdóttir er bjuggu á Laugarbrekku á Íslandi voru foreldrar Guðríðar.  Okkur finnst áhugavert að Vífill (faðir Þorbjörns) kom til Ísland með Auði djúpúðgu sem þræll.  Guðríður var líka mikið hjá fósturforeldrum sínum, Ormi og Halldísi, sem bjuggu á Arnarstapa.

Guðríður var mjög falleg og einstök að öllu leyti og eitt sinn þegar Guðríður var hjá fósturforeldrum sínum sá ungur maður hana.  Sá var þrælssonur en samt sem áður naut hann velgengni í lífinu.  Hann varð ástfanginn af Guðríði og vildi giftast henni.  En Þorbirni föður hennar fannst hann ekki nógu góður fyrir hana vegna þess að hann var þrælssonur. [Myndina tók Guðrún Guðmundsdóttir á víkingahátíð á Eiríksstöðum sumarið 2000.  Guðrún, sem er móðir Kristínar, leyfði okkur að nota myndirnar á þessar síður.]

Ferðin til Grænlands

Þorbjörn, faðir Guðríðar, ákvað að flytja með fjölskyldu sína til Grænlands um það bil áratug eftir að Eiríkur rauði hafði flutt þangað.  Ormur og Halldís, fósturforeldrar Guðríðar, fóru með ásamt mörgum öðrum.  Veðrið í þessari sjóferð var mjög slæmt og þau týndu áttum og margir dóu, þar á meðal Ormur og Halldís.  En að lokum komust þeir sem eftir lifðu til Grænlands.  Seinna fór Þorbjörn svo til Eiríksfjarðar þar sem Eiríkur bjó í Bröttuhlíð og Eiríkur gaf Þorbirni vini sínum land að Stokkanesi í sama firði.

Þorsteinn, sonur Eiríks, sem var talinn álitlegasti maðurinn á Grænlandi á þessum tíma giftist Guðríði og þau bjuggu saman í Lýsufirði. 

Önnur ferðin

Þorsteinn og Guðríður lögðu af stað  til Vínlands eftir að Þorvaldur bróðir Þorsteins hafði verið drepinn þar af skrælingjum.  Þau voru á sjó í heilt sumar og komust aldrei til Vínlands. Veiki kom upp og margir dóu, þar á meðal Þorsteinn.  Nú var Guðríður skyndilega orðin ekkja en svo var ei lengi.

Ferðalög Guðríðar með Þorfinni karlsefni

Þorfinnur karlsefni sem var vel stæður kaupmaður af konunglegum uppruna kom stuttu seinna til Grænlands.  Hann og Guðríður urðu ástfangin og giftust stuttu seinna.
Þorfinnur vildi fara til Vínlands, sjá það og kanna.  Á Vínlandi bjuggu þau í búðunum sem Leifur heppni hafði gert er hann dvaldi þar.  Þau eignuðust son sinn fyrsta vetur þar og skírðu hann Snorra.  Guðríður var fyrsta móðirin í Ameríku af hvítum kynþætti og Snorri var fyrsta barnið af hvítum kynþætti sem fæddist í Ameríku.  Eftir þrjú á á Vínlandi fóru þau aftur til Grænlands af því að samband þeirra við skrælingjana var heldur stormasamt.
Myndina af Guðríði, Þorfinni karlsefni og Snorra teiknaði Guðrún.]

Þau stoppuðu stutt í Grænlandi og sigldu til Noregs.  Eftir einn vetur fóru þau til Íslands.  Þau settust að í Glaumbæ í Skagafirði og bjuggu sér heimili þar. 

Eftir að hún varð ekkja í annað sinn

Því miður dó Þorfinnur fljótlega og eftir það gaf Guðríður Snorra syni þeirra landið.  Guðríður var kristin og mjög sjálfstæð kona og ákvað að fara í pílagrímsferð til Rómar.  Þegar hún kom aftur hafði Snorri byggt kirkju að Glaumbæ.  Guðríður gerðist nunna og bjó þar það sem eftir var.

 Eftir á að hyggja var Guðríður hörkudugleg og einstök kona.  Hún er líka talin vera víðförlasta kona þessara tíma.  Það hefði ekki hvaða kona sem er verið tilbúin að leggja á sig öll þessi ferðalög og að ferðast á eigin vegum til Rómar.
 

Bára Daðadóttir og Fríða Bjarnadóttir
 


 

English Page - Landnám - Staðhættir - Persónur - Sagnfræði - Hugleiðingar - Nemendur - Aðalsíða