Yfirvofandi Útsvar!

Við Vífill erum að setja okkur í stellingar fyrir Útsvar. Spennan hefur aukist í dag með miklum bréfaskiptum ættingja minna og strákanna. Austfirska systirin hefur litast af málfari sinna verkamanna-kúnna af ýmsum þjóðernum og sagði: “Máni – þú massar þetta í kvöld er það ekki?” 

Annað austfirskt pepp hljóðaði svona:

“Gangi þér vel í Útsvarinu!

En er ekki málið að mæta á tónleika hjá Háskólakórnum? Besta kórnum á Íslandi og þótt víða væri leitað!”

 

Þau sunnlensku eru heldur linmæltari í sínu hrósi verður að segjast. Þessi tvö litlu voru reyndar á tímabili ógislega fyndin í orðaleikjum um vita (að eigin mati) – NOT!

Máni er kúl og hefur gert sínar ráðstafanir, skv. tölvupósti:

Vitringum bæjarins verður safnað saman í gamla vitanum. Þar verður þremur hröfnum og einum bæjarfulltrúa fórnað til heiðurs Mímis, guðs spurningakeppna. Símavinurinn verður vitaskuld þar.”

 

Ég get ekki séð að hægt sé að undirbúa sig betur en frumburðurinn hefur gert skv. þessu bréfi!

Í lókalblaðinu (Skessuhorninu) var örviðtal við frumburðinn.  Þar sagði hann liðið fullskipað og fullskipulagt: Sjálfur sér hann um að hlaupa, Þorvaldur sér um að leika en Steingrímur kollegi situr í miðjunni og sér um að vita. Mér sýnist þetta fúllprúf skipulag!

 

 

17 Thoughts on “Yfirvofandi Útsvar!

  1. Sonur minn þvertekur fyrir að horfa á Útsvar svo að ég er tilneyddur til að notfæra mér netþjónustu Rúvohf. Ekki vil ég missa af því þegar hringt verður í vitringana í hálfvitanum.

  2. Ég er niðurbrotinn, að tapa fyrir Kristjáni Gay

  3. Við vitringarnir erum sár yfir að okkar lið tapaði. Aftur á móti var hitt liðið samansafn af pabbastrákum úr MR, hafandi verið reknir eins og hver önnur sauðahjörð í Lagadeild HÍ -> allir eins! Okkars voru hins vegar hver af sínu tagi / tæi og voru skemmtilegir karakterar þótt ekki ynnu þeir sjálfstæðisbörnin. Ég er sérstaklega hreykin af kollega mínum, ekki hvað síst þekkingunni á kirkjum!

    Aumingja Vífill sér fram á aukatíma í kristnum fræðum – ætli sé ekki best að skipta á sléttu og láta prestinn fá Vífil, í jólafríinu, en við tökum við tengdadótturinni í staðinn.

  4. Kristján Gay hefur mér vitanlega aldrei stigið fæti inn í lagadeild HÍ. Meir að segja hundurinn er niðurbrotinn og ég leita huggunar á fésbókinni.

  5. Þessi Gay – var það hlauparinn? Það var nefnilega enginn séns á að heyra nöfnin þegar þeir kynntu sig – meira að segja fyrir manneskju með tuttugu ára reynslu í að hlusta á óskýrmælta úllíga. Mér fannst hlauparinn sá eini sem hafði einhvern sjarma – útgangurinn á hinum tveimur benti til þess að mamma væri hætt að velja skyrtu og bindi.

    Ég er sjálf soldið sorrí yfir að hafa ekki munað eftir henni Jezebel, eins og ég er nú mikið fyrir spilltar konur og sögu kvenlegrar spillingar.

    Jæja, ég skrapp bara niður til að reykja og er á leiðinni í hina íbúðina okkars; þessa sem er íbúðarhæf … Hitti skemmtilega stráka í þessari í dag sem kvörtuðu undan ógnarþykku steypugólfi. Ég gladdist yfir að eiga trausta neðrihæð 🙂 Strákarnir reikna með að klára plasthúðun um miðja næstu viku – þá geta flotmennirnir tekið við og svo getum við Atli púslað okkar korkparketti, sem er reyndar miklu minna mál en leggja korkflísar en lítur nokkurn veginn eins út.

    Er það Dimma sem er á bömmer? Þarf þá ekki að fara út að hlaupa með hana?

  6. freyja systir on November 14, 2008 at 23:33 said:

    Legg til að Máni hafi tengdaföður sinn sem símavin næst eða noti ofvitaleiðina sem ég stakk upp á.

    Akurnesingarnir voru hins vegar miklu skemmtilegra lið og ættu þess vegna að halda áfram í keppninni.

    Fáránlegt bara að láta þessi stig skipta öllu!!!!

  7. frænka on November 15, 2008 at 01:02 said:

    Komið þið sæl kæru frændsystkin.Mér finnst þið vera á frekar lágu plani.Hroki og hleypidómar .Þessi þáttur hefur ekkert með PÓLITÍK að gera.Þið vitringarnir og HUNDURINN ættuð bara að hugsa áður en þið sendið spekinga úr sitt hvorri áttinni í svona hlauparaþátt.Einar minn þú sem ert svo vel að Guði gerður og ég tilbúin að ættleiða þig(samkvæmt ósk nákomins ættingja)átt að taka son þinn þér til fyrirmyndar en ekki HUNDINN.Bestu kveðjur til ykkar og stórt faðmlag,FRÆNKA.

  8. Anonymous on November 15, 2008 at 01:17 said:

    stroka út númer 7

  9. Orð skulu standa. Á hinn bóginn finnst mér lummó að ausa svívirðingum á mig og systkini mín en þora sjálf ekki að koma fram undir nafni! Maður pípir á svoleiðis lið.

  10. Hmmm, hver er frænks? Frænks, áttu peníng eða hefur möguleika á því að fella niður persónuábyrgðir á lánum máttu ættleiða mig.

  11. Kristján Gay er hlauparinn, hann er örugglega vel upp alinn og er dannaður ungur maður.

  12. Gleymdi að geta þess að þó Dimma sé ættuð úr Kópavogi og hafi slitið þar hvolpsþófunum hélt hún með Skagamönnum.

  13. Já, mér fannst hlauparinn líka doldið kjút. Gott að heyra að Dimma skuli greiðlega hafa svikið lit.

    Ég veit ekki hver frænkan er en aftur á móti gæti ég giskað á að hún hafi verið á svona 9 glasi um eitt-leytið í nótt.

    Hún hefur skrifað “sigin@is” í fyrra kommentinu.

    Ég afskrifa dóttur Kidda frænda sem kann örugglega að stafsetja nafnið sitt.

    Við eigum frænku í Kópavogi, er það ekki? Sem gæti skammstafað nafnið sitt sig.ing? Sú hefði svo sem vel getað verið með ættleiðingarpælingar árið 1970 – 71, þegar hún bjó hjá okkur.

    Mér finnst samt eiginlega ákaflega ósennilegt að þetta sé sú frænka, minnir að hún hafi verið með fúlle femm og hin ágætasta manneskja.

    Við látum Dimmu rekja sporin á netinu 😉

  14. Bæ ðe vei: Er Sölvi skyldur einhverjum skólaliða í sínum skóla?

  15. Jú við eigum eina ágætis frænks sem stemmir við það sem þú segir. Veit ekki hvort Sölvi á einhverja frænks sem er skólaliði en fann aftur á móti Auði sem stýrir eftirskólagæslunni í ættartölunni. Akkurju spyrðu?

  16. Æji, en leiðinlegt að þeir skyldu tapa:-( Ég missti af þættinum í gærkvöldi þar sem ég var á tónleikum með Hjaltalín, Andreu Gylfa og Sprengihöllinni. Báðar hljómsveitirnar eru frábærar og ég mæli með þeim – um að gera að skella sér á tónleika í kreppunni……

  17. freyja systir on November 15, 2008 at 23:29 said:

    Ragna mín, verður þátturinn ekki endursýndur?

    Varðandi frænkuna þá er náttúrulega augljóst að þessi manneskja er ekki skyld okkur nema í mesta lagi í 7. lið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation