Oní helvítisgjána!

Ég má nú ekki við neinu því smávegis atburður í gær setti mig algerlega úr jafnvægi.  Ég sleppti útsölu, afpantaði tímann í krabbameinsskoðun, kvöldið var líka ónýtt svo ég fór bara að sofa. Svo hélt ég að þetta væri búið, tókst að hanga í bælinu til hálf sex í morgun, lesa blað, taka pillur (þ.á.m. róandi sem eiga að slá á kvíða) en svo byrjaði þetta venjulega: Ég nötra eins og róni án brennivíns, mér er ofboðslega flökurt (en get ekki hugsað mér að æla svo það er spurningin um að liggja á réttri hlið, eins og í Akraborginni forðum) o.s.fr.

Ég sá að nemendur mínir elskulegir væru betur settir án mín. Svo ég meldaði mig veika. Þar með missi ég af trimminu, eins og mér veitti nú ekki af því að fá frekari æfingar í hægri og vinstri!

Hef hugsað mér að nota daginn í að klöngrast aftur upp úr helvítisgjánni og verða frísk og flott á morgun.

4 Thoughts on “Oní helvítisgjána!

  1. guðrún on January 15, 2009 at 10:22 said:

    Vont er að heyra þetta, vonandi tekst þér að yfirvinna veikindin. Bænir og baráttukveðjur. mamma

  2. Takk, mamma, þetta lítur nú ólíkt skár út í dag. Sennilega hefur krabbameinsskoðunin peppað mig svona upp 😉

  3. Svala Ýr Smáradóttir on January 15, 2009 at 19:35 said:

    Hæ hæ kæra Harpa,
    Gleðilegt nýtt ár, takk kærlega fyrir þau gömlu.
    En leitt að heyra með veikindin, já sammála þér að það þarf bara einn pínulítin póst svo allt fari úr skorðum.

  4. Það má nú reyndar deila um hvort pósturinn (eða pústurinn) var pínuLÍTILL … en ég hef aldrei séð mann haga sér svona. Allt virðist nokkuð á uppleið í dag og með því að toga mig áfram klukkutíma í einu náði ég flestu nauðsynlegu og held að ég sé að klifra upp úr Helvítisgjánni!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation