Spegill og smáskref

Ég er svooooo ekki að höndla það að mæta í vinnu núna á eftir! Vildi geta allt til að fá að skríða upp í rúm og búa til holu úr tveimur sængum! Til að andæfa þessum hugsunarhætti tek ég eitt oggu-skref í einu: Hef komist úr rúminu, sem er plús, svo er að þvo sér og bursta tennur – > annar plús ef hefst o.s.fr.  Ég hef oft þurft að nota þessa aðferð, sumsé að teyma sjálfa mig áfram í smáskrefum. Það er til mýgrútur spakmæla um svona teymingu en ég sleppi svoleiðis tilvitnunum hér.

Annað er að einhvers staðar æxlaði ég mér mynd af mínum góða lækni, á Vefnum. Mér hefur dottið í hug að gera myndina að skjáhvílumynd (núna gegnir orkídea því hlutverki) og horfa fast í augu myndefnis og segja “Læknir, læknir segðu mér:  Hver á landi hraustust er!” 

Til þess að blanda ekki saman aðferðum mun ég nota skjáhvílumyndar-hugrænu-atferlismeðferðina á fimmtudaginn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation