Fundin Rannveig og skemmtileg nektarmynd að auki

Í dótinu sem ég fékk uppi á Laugarvatni um daginn leyndist mynd af hinni dularfullu Rannveigu Dýrleif Stefánsdóttur.  Þetta er myndarstúlka og nú þarf bara að finna út hvort hún var lagsmær eða fóstudóttir Pálínu. Ég setti Freyju fyrir að leita í Ísl.bók … svo mætti skoða Haganes fólkið og á endanum verð ég sokkin ofan í Skagfirðingabækur fyrri tíma.

Skrítin tilviljun er að skv. æskumyndum af afa hefur hann verið blámaður til höfuðsins.  Skyldi Hans Jónatan vera forfaðir okkar?  Og af hverju erfði ég ekki þetta hár? Eiginlega er þetta þó ekki skrítnara en að Einar yngri sem rekur Einarsbúð og afgreiðir okkur í hverri viku skuli vera svona sláandi líkur Einari afa, kaupmanni á Raufarhöfn.  Kannski er þetta eitthvað sammannlegt verslunarmannaútlit?

P.S. á miðvikudegi: Þögn systkinanna veit ekki á gott og sennilega eru þau að baktala mig inni á Feisbúkkinu. Svo ég tók hina fögru nektarmynd út (upp á karríer viðkomandi) og lofa að nota bara andlitsmynd af viðkomandi í framtíðinni 🙂

P.P.S. Það að myndirnar á blogginu mínu eru óralengi að hlaðast inn er væntanlega bilun á myndageymslunni minni, á this.is/harpa

4 Thoughts on “Fundin Rannveig og skemmtileg nektarmynd að auki

  1. guðrún on March 11, 2009 at 09:03 said:

    Giska á að fyrsti stafurinn sé Einar

  2. freyja systir on March 11, 2009 at 10:01 said:

    Fyrir mína parta hef ég ekki skrifað neitt því nektarmyndin var alla vega ekki af mér (ég var í töluvert betri holdum). Annars þá hef ég allt og mikið að gera og er ekki mikið að skoða blogg þessa dagana. Hef ekki komist í rannsóknarverkefni sem mér var falið í íslendingabók en lofa bót og betrun um leið og um hægist.

  3. Harpa on March 11, 2009 at 10:28 said:

    Já, Freyja, varst það ekki þú sem nenntir ekki að fæðast enda í afar góðum holdum?

    Settu Gísla í rannsóknarverkefnið – vinnur hann ekki við þetta hvort sem er? Ég get líka talað við Bjarna Espólíneiganda,

  4. Einar on March 12, 2009 at 08:51 said:

    Bara brjált að gera, má ekki vera að neinu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation