Það bjargast ekki neitt

það ferst, það ferst!  Þetta er uppáhaldsharmljóð eins kollega míns. Í augnablikinu er ég meira upptekin af lokahendingunum: “Það andlit sem þú berð, er gagnsæ gríma / og bak við hana sér í auðn og tóm.”

Ég SKAL komast í vinnuna á morgun og vona að gríman sem ég set upp verði ekki of gagnsæ fyrir elskulega nemendur mína.

Mér líður ömurlega ömurlega og sé enga bót í náinni framtíð … ef einhver byði mér raflost  á þessari stundu mundi ég sennilega segja já (sem er þó út í hött miðað við fórnirnar sem sú læknisaðgerð hefur fyrir mig).

3 Thoughts on “Það bjargast ekki neitt

  1. freyja systir on October 12, 2009 at 23:26 said:

    Allt reddast og ekkert ferst. Þú ert dugleg að ætla í vinnuna. Vonandi gengur það allt saman vel en ef maður er veikur þá þarf maður ekki endilega að vera svo svakalega duglegur……

  2. Samúð og von um góðan bata og það fljótt!

  3. Ég er a.m.k. komin í stofnunina … náði að þylja Æðruleysisbænina þrisvar á leið yfir götuna og upp stigana. Við skulum vona að ég sé talandi og sæmilega vitandi vits í þessum tveimur kennslustundum sem ég ætla að taka.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation