“Vellíðunartilfinning, rugl, skapstyggð”

Þetta er tekið beint upp úr Lyfju-lista yfir aukaverkanir nýja lyfsins sem ég hef nú hafið töku á. Þar er einmitt þetta sem titlar færsluna talið algengur fylgikvilli. Ég hef lítið orðið vör við vellíðunartilfinninguna, er búin að vera svo rugluð svo lengi að ég merki ekki mun EN ég finn að ég er hryllilega pirruð og geðvond! Má nefna að ég er búin með allar neglur uppí kviku og er að byrja að naga puttana, af pirringi einskærum! Vona að þessi algenga aukaverkun líði hjá áður en ég ræðst á neglur (og klær) annarra heimamanna …

Ljósi punkturinn er sá að helv. grátköstin og gnístran tanna hafa látið undan lyfinu síga.

Ruglaða og skapstygga konan er svo lúsheppin að eiga óruglaðan og skapgóðan mann, sem nú stendur í húsþrifum aleinn eins og í hverri viku síðan í október. Sú skapstygga hefur legið í kröm lengst af og þótt pirringurinn peppi hana soldið upp í augnablikinu þá afþakkaði maðurinn hjálp og sagði konunni að fara vel með sig áfram (lesist: liggja áfram í sófa).

Kötturinn kom svo inn og var langt kominn með að spora út allt nýþvegna eldhúsgólfið þegar pirraði eigandinn greip hann og þurrkaði loppurnar með eldhúsrúllu, við lítinn fögnuð kattarins.

Kötturinn er farinn aftur út …

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation