Tilkynni hér með að ég tek mér bloggfrí yfir helgina meðan ég hái seinustu orustuna (kona ræður hvort hún brúkar eitt eða tvö err) við Lyricu! Ætti að verða ljóst á mánudaginn hvor vinnur.
Tilkynni hér með að ég tek mér bloggfrí yfir helgina meðan ég hái seinustu orustuna (kona ræður hvort hún brúkar eitt eða tvö err) við Lyricu! Ætti að verða ljóst á mánudaginn hvor vinnur.
Gangi þér vel í þessari orustu og megi þú vinna feitan sigur
Baráttukveðjur!!!
Fór á fætur 4.30 (f.h.). Að öðru leyti gengur allt vel ennþá.
Á sunnudagsmorgni: Svo virðist sem ég muni standa uppi sem sigurvegari … en mikið dj. er ég búin að vera lasin!
Bestu kveðjur í bardagann, held að hann snúist um að láta þetta ljóðræna lyf virka sem skyldi. Sjálf hef ég tekið þessar pillur síðan í sumar við vefjagigtarverkjum með ljómandi árangri, hef heyrt mjög misjafnar sögur frá öðrum, sumar sem þola það illa og fá aukaverkanir en flestar hrósa Lyricunni í hástert.
Nei, bardaginn snerist um að snúa Lyricu niður og hætta að taka hana! Aukaverkanir lögðu mig næstum í rúmið og fráhvarfseinkenni eru aukaverkanir í öðru veldi. Kemur sér nú vel að vera sjóuð í últra-slæmum timburmönnum … alveg ótrúlegt hve neikvæð lífsreynsla sýnir sig seinna að vera bara hreinn jákvæður undirbúningur undir lífið 🙂 Ég er á því að ég þoli hvorki pillur né brennivín. Ansans að án pilla er ég stundum kramaraumingi og verð því að prófa nýjar og nýjar svoleiðis.