að köttur heiti á latínu Musio en einnegin megi kalla köttinn Cattus, Muricepts, Murilegus og Muscio. Köttur er dýr sem er óvinur músa og hefur sjón svo skarpa að hún klýfur náttmyrkrið. Enn fremur hefur Jósefína lesið að:
“Kötturinn (musio) hlýtur nafn sitt af því að hann ræðst á mús (mus). Sumir segja að kötturinn heiti cattus, dregið af föngun (capture); aðrir að hann heiti cattat (sér) vegna þess að sjón hans er svo skörp (acute) að hún yfirvinnur myrkur.” Jósefína snaraði úr fræðum Ísidórs af Sevilla, sjá tilvísun neðst í þessari færslu. Jósefína ákvað að láta Bartolomaeus Anglicus, svigakarl á sömu síðu, lönd og leið því upptalning hans á eiginleikum kattar endaði svo ansi ógislega.
(Sjá Miðalda-ókindafræði sem Jósefína fann á Vefnum. Sjá má formóður Jósefínu á myndinni úr Ókindafræðum Harley, frá sirka 1230-1240, þar sem hún hefur einmitt handsamað músina illu. Í Teiknibók Villard de Honnecourt, frá sirka 1230, eru myndir af köttum sem hafa komið sér vel í miðaldaútsaumi eða málun. Sjá nánar um Jósefínu á hennar eigin fésbókarsíðu; Jósefína Dietrich af facebook.com.)
—
Sést af þessari færslu hve bloggynja, eigandi Jósefínu, er hugmyndasnauð á þessum þriðjudagsmorgni, enda fór dagurinn í gær í að skoða fagrar handritamyndir – íslensk handrit sem leitað var að eru að sjálfsögðu ekki aðgengileg á Vefnum en fullt af útlendum mátti þar finna – og lesa reyfara.