Gleðilegt sumar!

Það ku boða gott sumar að frjósi milli sumars og vetrar! Viskum vona að það gangi eftir.

Ég er enn örmagna eftir að hafa farið til borgar óttans tvo daga í röð og sitja 2 tíma kvíðanámskeið í gær. Vissi megnið af fræðslunni en þótti gott að hitta hóp fólks sem dregur sama djöfulinn og ég, þótt birtingarmyndir hans séu kannski ekki alltaf þær sömu.

Dagurinn verður tekinn rólega … en það gleður mig að Harpa er byrjuð enda heiti ég eftir mánuðnum, er mér sagt.

4 Thoughts on “Gleðilegt sumar!

  1. Gleðilegt sumar Harpa mín.

    Ég tók upp á því að fara að taka inn sterkt b vítamín í vetur vitandi að það styrkir taugakerfið og er ekki frá því að það geri mér bara gott.

    bestu kveðjur inn í sumarið gua

  2. Hafrún on April 22, 2010 at 19:06 said:

    Gleðilegt sumar og takk fyrir vetrarbloggið.

  3. Íris on April 23, 2010 at 00:50 said:

    Sæl, rakst á bloggið þitt í leit að einhverju, er hægt að senda þér einkapóst?

  4. Harpa on April 23, 2010 at 11:32 said:

    Hef prófað B-vítamín … veit ekki hvort virkaði. Jú, Íris, ég nota netfangið harpa@fva.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation