this.is/harpa

Ég var orðin svo leið á andlausu kennsluefnispúli og langaði í eitthvað skapandi … svo ég eyddi hellings tíma í að hanna skel fyrir persónulega heimasíðu mína. Sjá má afraksturinn á this.is/harpa og ég tek fram að ég reyndi að vera eins feminín í hönnuninni og ég gat. Byrjaði með grunnsíðu, sótta af netinu, en endaði á að skrifa megnið í Notepad og hefði sennilega verið fljótari að nota bara Netscape og Notepad eins og venjulega.

En þetta verður sumsé staðurinn fyrir áhugamál, s.s. hannyrðir (stafrænar og unnar á höndum), myndir og alls kyns persónulegt stöff í framtíðinni – skil einungis kennsluefnið eftir á fva-servernum. Að greiða úr og uppfæra fjölda vefja er hellings vinna og ég reikna ekki með að því verki ljúki fyrr en einhvern tíma seint í haust.

2 Thoughts on “this.is/harpa

  1. Freyja systir on May 5, 2010 at 15:39 said:

    Svakalega kvenleg síða. Vantar bara svona litla sæta dansandi álfa…..

  2. Harpa on May 6, 2010 at 17:12 said:

    Hef álfana í huga … var annars að hugsa um að nota fálkana hans Sigurðar málara og get e.t.v. fiffað þá dansandi í myndvinnsluforriti 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation