Brain is pain

Lærði þennan frasa á kvíðanámskeiðinu áðan – helv. fínn frasi! Skýrir margt 😉  Ég verð æ ánægðari með þetta námskeið og eygi loksins von um að geta gert eitthvað sjálf til að mér batni eitthvað. Það er náttúrlega undir því komið hversu dugleg ég verð að nýta ýmis ráð og æfingar, sem er vel að merkja meir en að segja það en sennilega ekkert verra en halda út líkamsræktarnámskeið (sem mér hefur reyndar gengið bölvanlega að tolla á, til þessa). Meðan meinta kraftarverkalyfið virkar álíka og Vígðalaug við nærsýni er eins gott að grípa hvaða góð ráð sem gefast.

Ég var sama sem hætt við að fara til þurrabúðarinnar í dag, leið ömurlega, en ákvað að taka mig til, fara út á strætóstöð og hætta við þar, ef ég væri enn á valdi hörmunganna. Þetta trikk dugði og ég er æðislega fegin enda líður mér margfalt betur eftir námskeiðstímana í dag. Af hverju eru ekki höfð svona námskeið inni á geðdeild? (Eða bara einhver námskeið?)

Hef ákveðið að horfa á Poirot í kvöld og lesa Örvæntingarfull í Odessa, sem lofar ljómandi góðu, þrátt fyrir að vera flokkuð sem chick-bókmenntir (sá þá flokkun í einhverri dagblaðsumsögn … er komin með “stelpu-bækur” upp í kok eftir ofskömmtun af Sophie Kinsella … en úkraínska umhverfið er mun skemmtilegra só-far).

3 Thoughts on “Brain is pain

  1. Já… mig langar að lesa Aðþrengd í Odessa.
    Gott að þú ert á kvíðanámskeiði. Gangi þér allt í haginn.
    Beztu kveðju frá Fossi Sela ♥

  2. Helga Arnar on May 13, 2010 at 23:12 said:

    var harðákveðin í því að koma til þín í kvöld og kynna mig, en missti af tækifærinu, of mikil þvagan þegar fólkið fór að fara út úr Vinaminni, ég var að syngja og svona kannski til að þú getir mögulega sett andlit á nafnið þá var í neðstu röð næst píanóinu í alltinum… en þetta næst þegar ég sé þig 🙂
    Vonandi átt þú góða helgi framundan, það ætla ég að vinna í að eiga 😉
    Kveðja,
    Helga

  3. Harpa on May 14, 2010 at 09:58 said:

    Æ – ég gleymdi að horfa eftir þér ;( Var þó búin að skoða andlitsmyndina á fésbókinni … Og horfði staðfastlega á píanóleikarann (puttana) mestalla tónleikana. Sennilega var ég svo upprifin og hreykin af sjálfri mér að sitja innarlega á bekk og fá ekki aðkenningu af ofsakvíða! Það er nú líka doldið sniðugt að láta alla takast í hendur og segja “Ha en god koncert” eða hvað það nú var, í upphafi. Næst fer ég vandlega yfir andlit altraddanna 🙂

    Annars fannst mér litli þriðjungurinn ykkar bera af norska kórnum, svo hreinn og fínn söngur … eftir hléið fannst mér ég hins vegar vera að hlusta á Omega, sem er svo sem ekki slæmt í smáskömmtum en var farið að verða leiðigjarnt … ekki alveg minn tónlistarsmekkur.

    Gangi þér og hinum sem allra best í Hveragerði og Skálholti um helgina! Ég ætla að hafa það sem best, göngur á Akrafjall skila greinilega góðum árangri (prófaði í gær) svo það væri sniðugt að draga manninn með í fleiri slíkar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation