Rafbækur: Hætta lesbrettaeigendur að lesa á íslensku?

Leiti menn að íslenskum rafbókum í sitt lesbretti, síma eða spjaldtölvu má skoða eftirfarandi: 

Emma.is íslenskar rafbækur. Þar má finna ókeypis rafbækur, en flestar bækurnar kosta eitthvað, misjafnlega mikið þó. Stærsti kosturinn við emma.is er, að mínu mati, að bækurnar eru bæði á EPUB og MOBI formi og að forlagið tekur að sér að gefa út rafbækur eftir fólk, að uppfylltum vissum skilyrðum. Emma.is segist gera rafbók úr handriti á tölvutæku formi á svona 5-14 dögum að jafnaði og bjóða til sölu á vef sínum, yfirleitt kostar þetta 15 þúsund á bók. (Sjá síðurnar Spurt og svarað og Um Emmu. Emma.is leyfir ekki sölu á bókum sem eru komnar úr höfundarétti.

Forlagið selur talsvert af rafbókum í sinni vefverslun. Það selur bæði eigin bækur og bækur sem önnur forlög hafa gefið út. En: “Rafbækur frá Forlaginu eru ekki fáanlegar fyrir Kindle”! Skýringin sem Forlagið gefur á þessari ákvörðun er: 

  
Skýringin er í raun afar einföld. Amazon er bóksali sem jafnframt selur Kindle lestrartölvur. Þeir vilja ekki að aðrir bóksalar selji bækur inn á þeirra tæki. Kindle lestrartölvur taka því aðeins skráarsniðum sem Amazon notast við en ekki við öðrum almennum skráarsniðum sem notast er við í rafbókargerð (.ePub). Forlagið vill gjarnan selja bækur inn á Kindle, en til þess þarf Amazon-bóksalinn að hefja sölu íslenskra rafbóka. Það hafa þeir ekki viljað til þessa en vonandi breytist það áður en langt um líður. Það er hagur Forlagsins að selja sem flestar rafbækur, og þ.a.l. inn á Kindle lestrartölvur. Um leið og Amazon opnar sínar flóðgáttir fyrir íslenskum bókaútgefendum þá verðum við með!

Þessi skýring Forlagsins heldur ekki vatni en um hana verður fjallað í næstu færslu. Allar rafbækur á vef Forlagsins eru á EPUB-formi með DRM-læsingu.

Himnar�ki og helv�ti eftir Jón Kalman StefánssonSem dæmi um verðlagningu íslenskra rafbóka í vefbúð Forlagsins má taka Hungurleikana, rafbókin (fyrsta bókin) kostar 1990 kr.; Einvígið eftir Arnald Indriðason, sem Vaka-Helgafell gaf út, er á 2.990 kr., sama verði og bókin innbundin kostar, eða Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson á 3.990 kr. Bjartur gaf út Himnaríki og helvíti og hún fæst á Panama.is í kilju á 2.480 krónur, harðspjaldaútgáfan er uppseld. Bókin er til í enskri þýðingu í Amazon Kindle Store, Heaven and Hell, og kostar þar 9,39 dollara (1.120 kr.). Margar bækur Arnalds Indriðasonar má kaupa í Amazon Kindle Store á ensku eða þýsku en Einvígið er ekki komin þar í sölu ennþá.

Rafbókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Jonas Jonasson kostar 2.990 kr. hjá Forlaginu, sem er nákvæmlega sama verð og kiljan kostar. Ef lesandi vill lesa þessa rafbók í Kindlinum sínum á ensku þá kostar hún 13.60 dollara (1.630 kr.), á þýsku kostar hún 10,79 dollara (1.290 kr.) í Amazon Kindle Store. Vilji menn lesa bókina á frummálinu þá er hægt að fá rafbókina Hundraåringen som klev ut genom fönstret och försvann lánaða í gegnum Norræna húsið, að vísu á EPUB formi með DRM læsingu eða kaupa hana á bokus.com á 55 sænskar krónur (990 kr.), einnig sem EPUB-skrá.

Eymundsson  býður upp á töluvert úrval rafbóka, einkum á ensku. Tekið er fram að ekki séu seldar bækur fyrir Kindle-lesbretti en ekki færð sérstök rök fyrir því. 
  
  
Sumar af sömu rafbókunum og Forlagið selur má líka finna á Skinnu. Íslensku rafbókabúðinni. Verðlagning er svipuð, stundum eru þó bækurnar eilítið ódýrari. Skinna miðlar líka ókeypis bókum, t.d. bókum sem eru komnar úr höfundarétti og mörgum þeim sömu og á Rafbókavefnum. Þeim bókum má hlaða niður jafnt á EPUB sem MOBI formi en sölubækurnar eru margar einungis EPUB skrár.

Á Rafbókavefunum eru “íslenskar rafbækur í opnum aðgangi”, þ.e. þar er allt efni ókeypis og án afritunarlæsingar. Allar bæði EPUB og MOBI skrár til að  Má þar nefna efni Netútgáfunnar (íslensk fornrit og þjóðsögur) og efni sem ekki er lengur varið höfundarréttarlögum. Menn eru hvattir til að leggja meira efni til og eru ítarlegar og góðar leiðbeiningar um hvernig búa megi til rafbók, undir flipanum Leiðbeiningar. Rafbókavefurinn er verk Óla Gneista Sóleyjarsonar og hefur hann unnið mikið þrekvirki með þessum vef.

Lestu.is var opnuð með pompi og prakt í janúar 2011 og sögð fyrsta rafbókasíða landsins. Þetta er áskriftarvefur og kostar áskriftin 1.290 kr. á mánuði, ársáskrift kostar 12.900 kr. í 12 mánuði. Rafbækurnar þar eru af ýmsum toga en eiga það sammerkt að höfundarréttur er ekki á þeim. Satt best að segja er stór hluti nákvæmlega sömu bækur og sækja má ókeypis af Rafbókavefnum, t.d. Íslendingasögur. Áætlanir virðast ekki hafa gengið eftir sé túlkun mín á ódagsettum fréttum rétt; Þar segir að fyrir áramót sé stefnt að því að 100 bækur væru komnar inn og ég held að það eigi við áramótin 2011-2012. Líklega eru hátt í hundrað bækur inni á Lestu.is núna. Þær eru á EPUB, MOBI og flettibókaformi.
 

Dæmi um verðlag á rafbókum
 
 

Skáldverk Forlagið
Eymundsson
Kilja 
á íslensku
MuBook / mibook (Danmörk) Bokus.com / Livrel24  (Svíþjóð) Amazon Kindle Store (Bandaríkin) Hægt að fá 
lánaða úr 
sænsku rafbókasafni gegnum bókasafn

 Norræna hússins

Gamlinginn sem 
skreið út um gluggann 
og hvarf
2.990 kr.  2.990 kr.  167,50 DKK (= 3.340 kr.) 55 SEK (983 kr.) 13.60 USD (1.624 kr.)
 – á ensku- 
10,79 USD (1.288 kr.)
– á þýsku – 
Himnaríki og helvíti 3.990 / 3.799 kr 2.480 kr. 147,92 DKK (2.960 kr.) 75 SEK  (1.350 kr.)
-á ensku- 
9,39 USD (1.121 kr.) Nei
Hungurleikarnir I 1.990 kr. 2.290 kr.  147,50 DKK( 2.940 kr.) 84 SEK(1.500 kr.) 4,27 USD (510 kr.)
Utangarðsbörn ekki til 1.690 kr. 30,19 DKK  (600 kr.) 55 SEK (983 kr.) 14,97 USD (1.788 kr.)
Ég er Zlatan Ibrahimovic ekki til 3.599 kr. 172,50 DKK (3.450 kr.) 124 SEK (2.215 kr.) 9,99 USD (1.193 kr.)

Heaven and hell eftir Jón Kalman StefánssonVerðlagning íslenskra og danskra rafbóka er alveg fáránleg! Bækurnar kosta yfirleitt hið sama og pappírsútgáfurnar, eru jafnvel dýrari. Fyrir íslenska lestrarhesta sem eiga lesbretti eða spjaldtölvur er auðvitað miklu ódýrari  kostur að lesa þessar bækur á sænsku (ókeypis úr rafbókasafni) eða ensku. Bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur fást í Amazon Kindle Store og kosta á bilinu 7,40 – 13, 50 dollara (895 – 1.612 kr.), bækur Arnalds Indriðasonar kosta þar um 13 dollara á ensku (1.550 kr.) og tæpa 11 dollara á þýsku (1.275 kr.). Rafbókin Brakið eftir Yrsu kostar 3.990 kr. og Einvígið eftir Arnald kostar 2.990 kr. hjá Forlaginu – hvorug bókin er komin út í enskri þýðingu í Amazon Kindle Store en þess verður áreiðanlega ekki langt að bíða.

Í næstu færslu fjalla ég um hvernig kostnaður við að gefa út bók á Íslandi skiptist, velti fyrir mér hvað kosti að gefa út rafbók og fjalla um undarlegan málflutning forsvarsmanna íslenskra bókaútgefenda þegar kemur að bókum fyrir Kindil. En ég vil ítreka að við óbreyttar aðstæður munu stórlesendur sem eiga lesbretti eða lesa í símum og spjaldtölvum lesa æ meir á erlendum málum og æ minna á íslensku. Og þessi þróun er mjög hröð. 
 

2 Thoughts on “Rafbækur: Hætta lesbrettaeigendur að lesa á íslensku?

  1. Þorsteinn Mar on August 24, 2012 at 07:47 said:

    Ekki eru öll forlög í sömu sporum eða með sömu afstöðu og Forlagið. http://runatyrutg.wordpress.com/

  2. Það er alveg rétt, Þorsteinn Mar. Ég minnist á Rúnatý um leið og ég geri grein fyrir staðhæfingum Egils og Jóhanns Páls, fyrir hönd íslenskra bókaútgefenda … þá verður bent á gagnrýni þína.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation