var skárri! Ekkert alvarlegt grátkast með skjálfta og svima og ógleði … sem er gott. Enn get ég lítið gert; t.d. hvorki lesið né fylgst að ráði með sjónvarpi. Ég prjóna og hlusta á rás 1 (jólagaggið á hinum stöðvunum er ábyggilega óhollt fyrir litla geðveika konu!).
Jósefínu er nú ljóst hver er eigandi hennar (og hver á harðfiskinn og mjólkina í ísskápnum). Hún má ekki af mér líta! Í rauninni er hún verri með þetta en Vífill var í bernsku en hann var einmitt sérstaklega fyrir það að “vera með mömmu”. Þau eru soldið lík.
Er farin að prjóna …
Gott að heyra.
Rondó er líka á hlustandi (er á netinu ef það næst ekki á Akranesi)
Gleður mig að heyra að einhver glæta sé sjáanleg. Áfram, áfram…