Sloppadagur III, með varíasjón

Tilbrigðið var að fara yfir götuna, segja hæ við mann og annan og síðan allt slæmt … leyfa m.a. örfáum að kyssa sig á kinn. Erindið var að ljósrita.

Fyrir tilbrigðið svaf ég vitandi vits í svona 2 tíma, um morguninn. Eftir tilbrigðið hrundi ég ofan í rúm og svaf ógurlega fast í svona 3 tíma.

Hef ekki meikað það í bað en meikaði að setja Joe Boxer í óhreintatautið og finna grískar léreftsbrækur í staðinn.

Statusinn er settur á strætóferð snemma fyrramáls, setur á Þjóðarbókhlöðu og sjálfsagt meiri ljósritun. Verður hart undir tönn að ná ekki í neinar sængur og tilbehör fyrr en um kl. 15. En þetta skal hafast! Ég tuða samviskulega að mér að þetta sé, þegar allt er skoðað, bæði miklu skemmtilegra en líkamsrækt og miklu meiri líkur á að ég tolli (í HÍ altso) en í eróbikk, spinning eða reiparjóga! Manneskja sem treystir sér varla út að næsta staur?  Koma so!

Auður litla var að gifta sig og þau eru ekki búin að gera’ðað ennþá … svo ritdómur bíður enn um sinn …

2 Thoughts on “Sloppadagur III, með varíasjón

  1. Hafdís on January 21, 2010 at 20:53 said:

    Hæ Harpa ! Ég var nemandi þinn fyrir “nokkrum” árum eða eins og rúmlega 20 stykkjum. Hef verið leynigestur á síðunni þinni og dáist að þér fyrir að sama hversu dagarnir eru erfiðir, þá er alltaf stutt í húmorinn og skemmtileg skrif. Vonandi fer heilsan að síga uppá við sem allra fyrst – gangi þér vel og takk fyrir mig!

  2. Var skylda að til kynlífs kæmi á undan ritdómi ? Ansi er bókin þá lit- og bragðlaus haha
    En sjáum til með framhald, ég fylgist með !
    Kannast við svona unglingaýldulykt úr herbergjum, hvimleiður vandi nema hér er það ég sem þarf að bresta þolinmæði. Karlinn minn alveg laus við þrifgen

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation