Draumalandið er Karlalandið!

Ég fatta alls ekki hvað á að virka svona vel í þessari mynd, þ.e.a.s. af hverju fólk á að hrífast af henni; Ömurleg jarðarfarartónlist, tölvubreyttar umhverfismyndir og megnið af viðmælendum karlar – sem vældu nokkurn veginn sama sönginn og tónlistin þannig vel við hæfi. Hvert er pojntið? Á Ísland að verða land stóreygra karla, gjarna eins og barnsrass í framan …  jafnvel um allt höfuðið? Grimmhildurin í myndinni var kvenkyns (iðnaðarráðherra) en “góða” konan var Erla Stefánsdóttir (!!!). Alcoa er væntanlega Ókindin.

Guði sé lof að ég hef ekki lesið bókina. Af hverju kokgleypir fólk þetta?

Sara Lund bjargaði kvöldinu 😉

3 Thoughts on “Draumalandið er Karlalandið!

  1. Það er sennilega rétt að þarna sé einhver skekkja hvað varðar viðmælendurí myndinni. En þó að það sé rétt og tónlistin ekki að þínu skapi, ættirðu að geta séð framhjá því ef þú vilt reyna að fjalla um myndina á málefnalegum nótum ?

    Ef þú ert efnislega ósammála rökin sem voru flutt ( inn á milli) , þá væri það blogginu þínu til framdráttar að málefnaleg gagnrýni þína kæmi álíka skýrt fram og dóma um yfirborðið. Til dæmis gætir þú bent á konur sem hefði mátt tala við og til dæmis hvers vegna mengun tengd báxiti, eða hvernig Alcoa auglýsi hernaðarstarfsemi sína í BNA skipti engu, ef þér finnist það. Sömuleiðis ef þér finnst að uppblástur sem geri lífið erfitt við nokkur býli og sömuleiðis fyrir fuglshræ og skepnur skipti engu eða sé þess virði að forna.

  2. Hm … fyrst þegar ég las kommentið fylltist ég yndi og aðdáun enda sýndist mér standa þarna Morten Lund og sá í hendi mér að litli bróðir Söru Lund væri farin að kommentera.

    Hvernig dettur þér, Morten Lange, í hug að þessi færsla mín eigi að vera málefnaleg gagnrýni myndarinnar? Mér finnst þessi mynd ekki virði málefnalegrar gagnrýni, ekkert frekar en hvaða sunnudagsvídjó RÚV annað og færslan líkist hvaða Fésbókarfærslu sem er. Blogginu til framdráttar? Ja, það fer auðvitað eftir því hvers lags lesendum menn sækjast eftir eða hvort þeir eru bara að spá í að kýla upp innkíkifjölda (sem mætti ná með því að reka fleiri en eitt blogg). Þessi bloggynja svermar fyrir vel læsu fólki af ýmsum toga og finnst meira varið í að hafa góða lesendur en marga. Vel læsu dyggu lesendurnir ættu að vera vanir færslum af ýmsu tæi.

    Það er náttúrlega að negla lokið í líkkistu græningja að minnast þess hve ljótt mér þótti á Þeistareykjum, þegar ég kom þangað líklega 8 – 9 ára gömul. Ég hafði aldrei fundið hveralykt áður og fannst þessi reykur alger viðbjóður! Svoleiðis að sínum augum lítur hver á silfrið og ég get vel skilið að fólki uppöldu í þéttbýli finnist æðislega skæs að komast í einhverja eyðimörk þótt öðrum finnist það ekki. Ég er mest sammála manninum í myndinni sem sagði eitthvað á þá leið að landslag á Íslandi hefði alltaf verið og væri alltaf að breytast – af hverju væri þá ekki í lagi að menn breyttu svolitlu?

    Ég hjóla nú ekki par þrátt fyrir að búa á því flata Akranesi en hafði á tímabili gaman af því að rölta um hálendi og eyðibyggðir. Það er fagnaðarefni að nú geti menn hjólað upp að Kárahnjúkavirkjun og að svæðið sé aðgengilegra en áður, finnist fólki það svona eftirsóknarvert. Sama gildir um aðra spennandi vegi utan byggða; Flestir eru línuvegir og ef engin væri virkjunin sæti fólk væntanlega heima eða léti Þingvelli og Laugarvatn duga. Virkjanir hafa opnað betri aðgang að hálendisperlum en margt annað.

    Ég nenni ekki að tjá mig um Alcoa eða báxít-framleiðslu eða hernaðarbrölt í BNA … annað en það að við hér á Skaganum erum doldið ánægð með okkar góða Járnblendi og Álver. Hefðum við ekki þessa stóriðju byggi hér færra fólk og við værum jafnvel ofurseld auðhringum á borð við Bónus og Lyfju!

  3. Form. ICBS on March 8, 2010 at 17:56 said:

    Sló bók Andra ekki í gegn vegna þess að hún dillaði svo mörgum á sínum tíma?
    Þarna var boðið upp á smáskammt af Ísland-best-í-heimi, smáskammt af iss-það-er-enginn-vandi-að-græða-ef-ríkið-heldur-að-sér-höndum-og-allt-er-frjálst og vænum slurk af umhverfisrómantík. Þetta rann býsna ljúflega niður í fólk í 2007-partí-stuði.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation