Kaupþing líka næst og menningarlegt

Á þessum síðustu og verstu tímum er huggulegt að lesa hrós um Kaupþing, sjá upplýsingasíðu Heimis Pálssonar, lektors í norrænum málum í Uppsölum:

“Som lektor i nordiska språk, särskilt isländska, här i Uppsala betraktar jag mig som ettslags kulturambassadör. Därför tar jag gärna del i evenement där det är fråga om isländsk kultur. Det har gjort mitt jobb här mycket lättare (och roligare) att Kaupthing Bank donerade ungf. 100.000 SEK till lärosätet, och därför har jag kunnat aktivt bidra till isländska kulturprogram i Uppsala (och Stockholm).”

Þessi klausa er ekki yngri en frá 2008 (skv. uppfærsludags. á síðunni)  og minnir óneitanlega doldið á klappstýrutakta sem þá tíðkuðust. Spurning hins vegar hversu smekklegt það var að þiggja svona styrk?

En eitthvað þurfti jú að spreða fénu sem hrúgaðist upp með mismunandi ólöglegum hætti … og kannski ágætt að nota smáaurana  gera starf háskólakennara léttara og skemmtilegra.  

Tek skýrt fram í þessu sambandi að ég kann ágætlega við Heimi Pálsson og tel hann fullfæran um að halda á lofti íslenskri menningu, styrkjalausan. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation