Athugasemdir í ólagi

Ég var að komast að því að ekki er hægt skrifa komment við síðustu færslur.  Ég var farin að halda að mínir dyggu lesendur (innifalin sníkjubloggandi systkini mín) væru að hunsa mig gersamlega!  Gleður mig að þetta sé bara tæknilegt vandamál. Mun ég nú skrifa mínum góða vefstjóra og biðja hann að kippa þessu í liðinn.

5 Thoughts on “Athugasemdir í ólagi

  1. Athugasemdirnar eru undir Umsjón > Kæfa (spam). Þú getur hakað við “Ekki kæfa” hjá þeim þar og ýtt á Lagfæra takkann. Kæfuvörnin varð einfaldlega ofvirk — ég lagfærði það.

  2. Ég þakka mínum frábæra vefstjóra, sem alltaf bregst við og lagfærir fyrir mig á örskotsstundu!

  3. freyja systir on November 5, 2008 at 15:50 said:

    Ég hef nú sossum ekki haft neitt að segja og hef ekki kommentað þess vegna (að það hafi ekki verið hægt er náttúrulega önnur saga).

    Svo ég sníkjubloggi nú aðeins þá var ég að koma úr Rope Yoga tíma. Var satt að segja alveg búin að gleyma hvað það er yndislegt.

  4. Einar on November 5, 2008 at 22:45 said:

    Var að enda við að skrifa fyrirlestur sem ég ætla að halda á Skaganum á lagardaginn en mér skilst að þú ætlir ekki að mæta Harpa og ætlir að vera í Þurrabúðinni þá sjaldan sem bróðir þinn kemur á SKagann! Svo að nú er víst næst á dagskrá að fara út að labba með svarta hundinn!

  5. Hm … já … ég hafði hugsað mér að mæta til að auka fjölda áheyrenda 🙂 Reikna með að sagnfræðileg úttekt á prentsmiðjum Magnúsar Steph. þyki ekki alveg mest spennandi efni sem fyrirfinnst – lýst einnig ekki vel á fundarstjórann.

    En, því miður: Gullbrúðkaup toppar fyrirlestur um Beitistaði og Leirá! Af þessu tvennu æsispennandi velur maður gullbrúðkaup, a.m.k. ef kona ætlar að vera í náðinni hjá tengdó áfram!

    Taktu eftir Tónbergi sem mun flottast hannaður hljóðsalur á landinu. Hvert hvísl mun berast um salinn allan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation