Myrká

Ég er búin með þessa en einu hugrenningartengslin við titilinn eru virkilega sikk og ógisleg! (Byggð á texta Mannakorna.) Burtséð frá því er þetta vel skrifaður krimmi með áhugaverðu tvisti í lokin.

Það kann að gleðja Skagamenn að eitt ódóið í bókinni heitir Eðvarð og hafði á árum áður kennt í Fjölbrautaskóla Akraness. Það plott leysist ekki en er á tæru að Eðvarð þessi er skíthæll …

Í augnablikinu er ekki svo mikið ryk í stofunni en þó finn ég vel fyrir því á lyklaborðinu. Hér er búið að rífa gólfefni, panel úr eldhúsi, skræla baðherbergið af öllu nema baðkerinu sjálfu. Við erum meira eða minna flutt upp í íbúðina á efri hæðinni; hún er á sölu og við vildum fá að leigja hana meðan mesta raskið er hér á neðri hæðinni.

Eins og alltaf þegar maður ætlar að sansa eitthvað í húsi kemur upp óvænt vandamál. Óvænta vandamálið okkar er raki í eldhúsgólfi, e.t.v. einnig í stofu. Eftir að hafa ráðfært okkur við 7 sérfræðinga (Atli sér um ráðfærsluna en ég brosi blíðlega hans við hlið, til ráðgjafanna, svona eins og Dorrit) þá erum við búin að ákveða að skipta út korksflísunum yfir í korkparkett (vona að það sé til hvítt) og rannsóknarskólplagningarmaður keyrði skólplagningarmyndavél um öll göt og nú á hæst setti pípulagningarmaðurinn að skoða myndirnar í kvöld og ákveða hvort hægt sé að gera dren utanhúss eða hvort verði að gera slíkt innanhúss. Greiningin liggur fyrir: 55 ára gömul steinrör út í göturæsi eru orðin lek. Það ku algengt með svona steinrör.  Aftur á móti ligga okkars þvert í línu gegnum húsið, sem er ekki svo skynsamlegt. Skynsamlegt er að hafa þau meðfram húsinu. Þá vitum við það.

Jæja, nú er ég búin að reykja tvær og get farið aftur að hreiðra um mig á efri hæðinni, með bók …

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation