[Víkingaferðir Egils] [Kort í Egils sögu] [Egill Skallagrímsson]


Á myndinni hér til hliðar er hið gamla Kúrland merkt með rauðum lit.  Það náði, eins og sést á myndinni, yfir hluta af því svæði sem nú kallast Lettland og hluta af núverandi Litháen.  Enn sjást merki Kúrlands í staðarnöfnum því í Lettlandi er héraðið Kurzeme.

Á tímum Egils bjuggu þarna margar þjóðir.  Kúrir (Kursi, á lettnesku)  bjuggu við ströndina og gegndu nokkurs konar landvarnarhlutverki þar, enda vinsælt að herja á löndin við Eystrasalt.  Á 8. og 9. öld gerðu bæði Svíar og Danir ítrekaðar árásir á Kúrland.  (Reyndar voru Kúrir og aðrir íbúar á þessu svæði einnig duglegir að herja á nágranna sína, svo mjög að sagt að í dönskum kirkjum hafi menn beðið guð um vernd gegn Kúrum!  Einnig má nefna að Kúrir og Eistur lögðu ríkustu borg Svíþjóðar, Sigtuna, gjörsamlega í rúst árið 1187.)

Helsti fjársjóður Kúra var raf eins og annarra Eystrasaltsbúa.  Á víkingaöld var raf mjög mikið notað í skartgripi.

Sjá frekari upplýsingar um Kúrland á Curonians, Wikipediu (á ensku)

 

Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir