Víkingurinn Egill

Egill fór aðallega í víking í Austurveg og Kúrland. Einnig heimsóttu hann og Þórólfur önnur löngd eins og Danmörk og Frísland. Þær víkingaferðir einkenndust af miklum blóðsúthellingum og annars konar ofbeldi.

Í dæmigerðri víkingaferð fólst meðal annars að ræna og rupla í þeim löndum sem víkingar réðust á. Einnig var óhjákvæmilega eitthvað um bardaga. Víkingar komu svo oftast aftur heim með fullar hendur fjár.

Í ferð Egils og Þórólfs til Kúrlands voru þeir fyrst í stað að sinna sínum málum í næði, þ.e. að rupla, ræna og drepa. Lentu þeir svo fyrir óvæntri andspyrnu heimamanna, sem handtóku Egils og 12 menn hans. Með undraverðum hætti og útsjónarsemi Egils tókst þeim að flýja. En Egill var ekki sáttur við þetta og snéri við til að láta vita að þeir hefðu sloppið og hefðu rænt þá fjármunum. Að sjálfsögðu endaði þetta á því að Egill drap alla á bænum með því að kveikja í húsinu. Svo beið hanna fyrir utan og hj ó þá sem sluppu út úr brennandi húsinu - hinir brunnu inni.

Þessi atvinna hefur væntanlega átt mjög vel við Egil, sérstaklega þar sem hann var mjög skapstyggur og ofbeldisfullur. Þar að auki var hann berserkur.

Egill og Þórólfur í víkingaferð




Laxdæla Snorra Edda Snorri Sturluson