Fréttaritari: Illugi Mardarson






18. september 890.

  • Numið hefur land, að Hvammi í Dölum, kvenskörungur mikill, Unnur djúpúðga, dóttir Ketils flatnefs. Hefur hún bjargað fjölda manns og miklu fé úr ófriði á Skotlandi, eftir að Þorsteini rauð, syni hennar, var steypt úr konungsstóli og hann drepinn. Við komuna til Íslands gifti Unnur Þorgerði Þorsteinsdóttur einum göfugasta förunaut sínum, Dala-Kolli, og búa þau nú í Laxárdal.
    
    
    
    
    18. september 930.

  • Látist hefur Þorgerður Þorsteinsdóttir, áður gift Dala-Kolli en síðar ekkja Herjólfs (í Noregi). Bjó hún síðustu árin að Höskuldsstöðum í Laxárdal hjá Höskuldi syni sínum sem er höfðingi mikill. Hefur hann nú tekið við öllum eigum hennar, þótt í raun eigi hálfbróðir hans, Hrútur Herjólfsson, hálfan arf.

    
    
    
    
    18. september 960.

  • Margt hefur verið rætt um frægðarför Ólafs pá Höskuldssonar utan. Fór hann að ráði móður sinnar, Melkorku, dóttur Mýrkjartans Írakonungs. Dvaldi Ólafur fyrst við hirð Noregskonungs en hélt síðan til Írlands. Mýrkjartan konungur vildi síðan bjóða honum konungdóm eftir sinn dag en Ólafur afþakkaði og skildu þeir í mikilli vinsemd. Ólafur sigldi síðan til Íslands, með viðkomu í Noregi, og hefur nú kvænst Þorgerði, dóttur Egils Skalla-Grímssonar.
    
    
    
    
    15. október 990:

  • Fyrir nokkrum dögum skildi Geirmundur gnýr við Þuríði Ólafsdóttur, eftir þriggja ára sambúð. Geirmundur hugðist fara utan í skipi sínu, en þurfti að bíða vegna vondra veðurskilyrða. Síðastliðna nótt fór Þuríður með dóttur þeirra, Gró, ásamt níu húskörlum út í skip Geirmundar. Gerðu þau gat á knarrarbát Geirmundar og Þuríður laumaðist inn í skipið og skipti á stúlkubarni þeirra og sverðinu Fótbít. Fóru þau síðan á brott og varð enginn var við ferðir þeirra fyrr en þau voru komin töluvert frá skipinu. Vaknaði Geirmundur þá við grát barnsins og áttaði hann sig strax á málunum. Hann fór út að borðstokknum og lagði þau álög á sverðið að það yrði þeim að bana sem skiptir mestu máli í ættinni. Þegar heim var komið gaf Þuríður fósturbróður sínum, Bolla, sverðið Fótbít.
    
    
    
    
    8. maí 993:

  • Í gær drukknaði annar maður Guðrúnar Ósvífursdóttur, Þórður Ingunnarson, þegar skip hans steytti á skeri sem var framkallað af seiði miklum sem Kotkell og fjölskylda stóðu fyrir. Aðdragandinn var sá að Þórður Ingunnarson kærði Kotkel og fjölskyldu og stefndi þeim fyrir dómstóla á Alþingi fyrir meintan stuld og galdra, sem beint var gegn móður Þórðar, Ingunni. Kotkell og fjölskylda flúðu til Þorleiks Höskuldssonar, sem bjó þeim bæ í Laxárdal, í skiptum fyrir stóðhross nokkur.
    
    
    
    
    20. október 995:

  • Kotkell, Gríma, Stígandi og Hallbjörn slíkisteinsauga eru látin, ásamt Kára Hrútssyni og Eldgrími. Upphaf þessara dauðsfalla má rekja til þess að Hrútur drap Eldgrím fyrir að reyna að stela hrossum Þorleiks. Reiddist Þorleikur þá mjög því hann langaði að drepa sína hrossaþjófa sjálfur. Leitaði hann þá til Kotkels og fjölskyldu til að hefna sín á Hrúti. Gerðu þau þá seið mikinn fyrir utan Höskuldsstaði. Gat Kári, sonur Hrúts, ekki sofnað og ákvað því að líta út fyrir dyr. Lenti seiðu rinn samstundis á Kára og andaðist hann þá. Hrútur talaði þá við Ólaf pá um hjálp til að drepa Kotkel og fjölskyldu. Náðu þeir öllum nema Stíganda, en náðist hann skömmu seinna. Ætlaði Hrútur þá einnig að leita hefnda á Þorleiki, en hann var þá fluttur utan að ráðum Ólafs pá.
    
    
    
    
    25. september 999:

  • Bolli Þorleiksson og Guðrún Ósvífursdóttir hafa nú verið gefin saman. Laxdælufréttir óska hinum ungu brúðhjónum alls hins besta í framtíðinni.
    
    
    
    
    29. júlí 1000:

  • Ísland tók í fyrradag upp kristna trú eftir að Ólafur Tryggvason neyddi Íslendinga til þess með því að halda Kjartani og fleiri íslenskum höfðingjum í haldi í nokkra mánuði. En sagt er að Kjartani hafi ekki leiðst dvöldin því hann átti gott samband við Ingibjörgu konungssystur. Í skilnaðargjöf gaf Ingibjörg honum dýrmætan höfuðdúk og bað hún hann að gefa Guðrúnu hann að bekkjargjöf. Einnig fékk hann sverð frá konungi. Á sverðinu eru þau álög að hann verður ekki særður með vopnum svo lengi sem hann ber þ að. En ekki er öll sagan sögð því Bolli er nú nýkvæntur Guðrúnu og verður því gaman að vita hver viðbrögð Kjartans verða við heimkomu.
    
    
    26. október 1002:

  • Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur blossað upp hatur milli fóstbræðranna Kjartans og Bolla Þorleikssonar. Orsökin er jafnvel talin vera sú að Bolli stakk undan Kjartani.
    
    
    5. apríl 1003:

  • Kjartan er látinn og það drepinn af fósturbróður sínum og frænda, Bolla Þorleikssyni. Kjartan er syrgður um allt land og mun verða fjölmennt við jarðarför hans að Borg. Bolli hefur játað á sig drápið en þar sem Ólafur pá heldur verndarhendi yfir honum er ólíklegt að honum verði nokkuð refsað fyrir þetta ódæðisverk, alla vega ekki á meðan Ólafur pá er á lífi.
    
    
    31. júlí 1018:

  • Ólafssynir hafa fengið nóg. Nú, þegar faðir þeirra er látinn, hafa þeir ákveðið að hefna Kjartans og ætlar Þorgerður, móðir þeirra að fara með þeim. Munu fleiri slást í för með þeim og er förinni heitið að Bolla. Það er ólíklegt að Bolli ráði við slíkt ofurefli, þótt hann sé hreystimenni.
    
    
    4. ágúst 1018:

  • Brullaup var haldið að Helgafelli fyrir nokkru. Þar gengu í það heilaga Guðrún Ósvífursdóttir og Þorkell Eyjólfsson. Veislan var mikil og góð en minnstu munaði að illa færi þegar Þorkell komst að því að Guðrún hafði hýst sakamann sem hann hafði lofað að drepa. Uppþotum á milli brúðhjónanna var afstýrt fyrir klókindi Snorra goða. Veislan gekk að öðru leyti áfallalaust fyrir sig.
    
    
    31. desember 1045:

  • Einum vetri eftir heimkomu Bolla Bollasonar, eftir 10 ára útivist, tók Snorri goði sótt. Áður en hann lést bað hann Bolla að taka við búi sínu og gerir Bolli það ásamt Þórdísi. Guðrún, móðir Bolla, var nú tekin að eldast mjög og missa sjón. Hún varð svo nunna, fyrst kvenna á Íslandi. Fyrir skömmu andaðist Guðrún að Helgafelli og þar er hún jörðuð. Munu mjög margir syrgja og sakna hennar, enda er hún mesti kvenskörungur sem fæðst hefur hér á landi.
    
    

    Egils Saga Snorra Edda Snorri Sturluson