Það sem skilur þessa sögu frá öðrum Íslendingasögum er að hér eru konur í aðalhlutverkum. Sagan fjallar aðallega um ástir, hefndir, öfundsýki og bardaga eins og svo margar aðrar fornsögur.
Það er ríkjandi í Laxdælu hvað flestum er lýst sem fallegum, góðum og gáfuðum persónum. Þar er sagt frá helstu ættum Íslendinga og afkomendum þeirra, sem eru m.a. þú og ég! Aðalpersónur eru afkomendur Ketils flatnefs, norsks stórbónda, sem hrökklast undan yfirgangi Haralds hárfagra til Skotlands. Börn hans flytja svo til Íslands. Í sögunni fyrirfinnst hið góða og hið illa, þrælar, ambáttir, mikilmenni og bændur. Í Laxdælu eru einnig afturgöngur og í þá daga réð fólk alla drauma sína og var örlagatrúar, þ.e. taldi að ekki væri hægt að sporna gegn örlögunum.
Laxdæla er að vísu ekki hefðbundin afþreyingarbók en þegar maður kafar dýpra í hana er hún rosalega spennandi og skemmtileg.