Óðinn hefur mjög slæma reynslu af ofdrykkju, þ.e. hann gerði nokkuð af sér sem hann hefði ekki gert ef hann hefði verið edrú. Sú saga er í Snorra-Eddu, þ.e. þegar Óðinn sefur hjá Gunnlöðu til þess að fá skáldskaparmjöðinn. Óðinn gefur í skyn að hann hefði aldrei sofið hjá Gunnlöðu ef hann hefði verið edrú.
Eini kosturinn við áfengi er að menn endurheimta ávallt aftur skynsemina þegar loksins rennur af þeim. Í Hávamálum segir að menn eigi að sýna mikla hófsemi í drykkju, áti og gáfum (ekki vera ofgáfaðir, frekar meðalgáfaðir).