Algengt yrkisefni hetjukvæða er að stilla mönnum þannig upp að þeir eigi bara um tvo kosti að velja og oftast báða illa. Skiptir þá litlu hve flekklaus hetjan er og má í því sambandi nefna Helga Hundingsbana er hann lendir í því að neyðast til að drepa föður og bróður ástkonu sinnar.
Yrkisefni kviðunnar er samband Helga og Sigrúnar og hvernig þau vinna úr ást sinni. Fjótlega koma þó upp vandræði og í kvæðinu kemur upp staðan: Tveir kostir og báðir illir. Í lokin eru svo átök Sigrúnar og sálarstríð hennar eftir hörmungar áðurliðinna atburða.
Kvæðið er skemmtilegt, miklar sviptingar sem halda manni áhugasömum allan tímann og aðdáunarvert hvað þetta hetjukvæði sýnir marga mannlega þætti í þessum öfgum.