"Eddurnar"
Ekki er vitað með vissu hvaðan hugtakið "edda" er upprunnið.
Ein tilgátan er sú að það sé tilkomið
af fornnorræna orðinu edda (=langamma), en líklegra
þykir að það sé komið af orðinu Oddi,
sem er bóndabær á Suðurlandi. Oddi var heimili
Sæmundar Sigfússonar, sem er betur þekktur sem Sæmundur
fróði. Hann var prestur í Odda og var talinn hafa safnað
saman Eddukvæðunum. Oddi var einnig heimili Snorra
Sturlusonar, sem skrifaði hina yngri Eddu, þ.e. Snorra-Eddu.
Loks þykir líklegt að orðið edda sé dregið
af fornnorræna orðinu óðr, sem merkir skáldskapur.
Eddukvæði (frá 9. - 12. öld) er samansafn yfir
30 ljóða um skandinavísk og germönsk goð og
mennskar hetjur. Sum ljóðanna hafa hugsanlega verið ort
annarstaðar en voru fyrst skrifuð niður hérlendis á
12. öld. Öll verkefni nemenda
í 3. bekk ML eru byggð á Eddukvæðum.