Oddi og Oddaverjar

Oddaverjar voru rangæsk höfðingjaætt á 12. - 13. öld, kenndir við kirkjustaðinn og býlið Odda. Sæmundur fróði var goði og prestur í Odda og sá fyrsti sem hóf kirkjustaðinn til virðingar. Trúlegt þykir að Sæmundur hafi komið með einhver latnesk rit frá París, þótt engar heimildir séu til um það, en í einni þjóðsögunni um Sæmund fróða og Kölska lemur Sæmundur Kölska með Davíðssálmum eftir að hann hafði setið á baki Kölska frá Frakklandi. Víst er vitað að á Odda hafi verið nokkuð gott og mikið safn bóka, jafnt latneskra rita sem Sæmundur hafði látið rita á skinn, sem og ýmissa fræðibóka á latínu. Af þessu sést að möguleikar Snorra hafa ekki verið af skornum skammti og hann hefur getað nálgast ýmsar bækur úr bókasafni Odda.
Ætt Oddaverja

Helstu Oddaverjar:

Jón Loftsson

Eyjólfur Sæmundsson

Loftur Sæmundsson