Hér á eftir eru nokkur rit talin upp sem tilheyrđu menntun manna á tímum Snorra:
Nemendur kynntust fornbókmenntum Grikkja og Rómverja. Taliđ er ađ ţeir hafi gluggađ í söguna um samsćri Katilínu eđa Júgúrtustríđin eftir Sallústías eđa Pharsalia eftir Lukanus.
Einnig lćrđu menn Staffrćđi Dónats (frá 4. öld) sem studdist viđ málfrćđi Priscianusar, en hvorttveggja hafđi ađ geyma dćmi um klassískan skáldskap og sagnalist.
Latínunemendur lásu ađallega létta dćmisögur úr safni Esóps, gjarnan í bundnu máli Aríanusar. Einnig lásu ţeir Spakmćlavísur Catós (Disticha Catonis) sem ortar voru á 3. öld.
Menn lásu miđaldabókmenntir á borđ viđ ritiđ Physiologus, sem er eins konar lćrđar útlegginar á tákngildi forynja úr dýraríkinu.
Svo var ţađ mćlskulistin, sem lagđi sérstaka áherslu á framsetningu í rćđu og riti. Má ţar nefna ritiđ De doctrine Christiana (Um kristin frćđi).