Rómantíkin kemur fyrst fram í kvæðinu þegar Helgi lá í Brunavogum. Sigrún kemur ríðandi í loftinu og sagðist hafa séð hann áður. Hún hafði sem sagt verið að fylgjast með honum úr laumi.
Seinna komst hún að því að faðir hennar hafði lofað hana öðrum. Þá varð hún svo sár að hún flaug til Helga þar sem hann sat á Arasteini. Hún tók utan um hann og kyssti hann og sagði honum hvað henni leið illa í sambandi við þetta giftingarmál. Hann var þá orðinn svo ástfanginn af henni að hann sagðist bara ætla að redda þessu.
Bróðir Sigrúnar, Dagur, drap Helga og sveik hann þar með. Hún varð svo reið að hún lagði álög á sinn eigin bróður vegna hinnar miklu ástar sinnar á Helga.
Ekki var það bara útlitið sem Sigrún dáðist að heldur hans innri maður. Hún lét ekki blóðugt og hrímað útlit hans koma í veg fyrir kossa og faðmlög þegar hún hitti hann eftir dauðann.
Hvaða ást er sterkari en sú sem maður deyr af harmi og trega fyrir? En þannig ást bar Sigrún til Helga og það sannaðist í endinn.