Helgi reynir að ljúga að Sigrúnu hvaðan hann var að koma en hún vissi að hann væri að ljúga vegna þess að hún var búin að fylgjast grannt með honum. Svo skiljast leiðir þeirra.
Sigrún fréttir að faðir hennar sé búinn að fastna hana Höðbroddi Granmarssyni. Fer hún til Helga sem var nýbúinn að drepa Hundingssyni. Helgi safnar liði gegn Höðbroddi. Í þessum bardaga fellur Höðbroddur og bræður hans, faðir Sigrúnar (Högni) og einn bróðir Sigrúnar, hann Bragi, en Helgi gaf Degi Högnasyni líf. Síðan giftast Helgi og Sigrún og eignast sonu.
Dagur blótaði Óðin til föðurhefnda, fékk hann spjót Óðins lánað til ódæðisverksins. Að því verki loknu segir Dagur Sigrúnu tíðindin. Sigrún óskar Degi þess að allir eiðar sem hann gaf Helga muni snúast gegn honum.
Sigrún hittir Helga afturgenginn fyrir utan hauginn hans og eyðir hún einni nóttu með Helga í haugnum.
Kvöldið eftir ætlar Sigrún sér að hitta Helga aftur en hann kemur ekki. Skömmu síðar deyr Sigrún af harmi og þar með er Helgakviðu lokið. .