Í ragnarökum berst Þór
við Miðgarðsorm og drepa
þeir hvor annan. Jötnar, ásamt Loka
og Fenrisúlfi, koma siglandi.
Jötunninn Surtur hleypir eldi yfir jörðina,
miklir jarðskjálftar verða þannig að fjöll
skella saman og himinninn klofnar. Þeir menn sem höfðu lifað
af köldu veturna og sloppið við að drepast í bardaga
farast í þessum látum og tröll hrapa til dauða.
Fenrisúlfur gleypir Óðin en
Víðar, sonur Óðins, hefnir föður síns
með því að drepa úlfinn.
Eftir heimsendi er sólin orðin svört, stjörnurnar
horfnar og jörðin sokkin í sjó. Síðan
kemur jörðin aftur upp úr sjónum, Höður
og Baldur koma aftur frá Hel og setjast að í rústum
Valhallar. Þeir tveir og Hænir eru einu æsirnir sem lifa
af.
Þeir menn sem voru góðir í lifanda lífi
fara til Gimlé en hinir sem voru vondir fara til ógeðslegs
staðar sem kallast Náströnd.
Eftir heimsendi verður síðan hægt
að byrja upp á nýtt þar sem öll græðgi
og svik eru horfin úr heiminum.
Verkefnið gerðu: Guðbjörg
og Guðrún