Hún er því eldri en sjálfur heimurinn. Hún man eftir því þegar stjörnurnar og sólin höfðu ekki fundið staði sína og þegar máninn hafði ekki uppgvötað það afl sem hann bjó yfir.
Ekki er getið um það í neinum heimildum hver völvan raunverulega er eða hvernig hún varð til. Ég held ekki að hún sé eins og guð í kristni, að það þurfi ekki að útskýra hvernig hún varð til vegna þess hve göfug hún er. Ég tel frekar að hún sé sögumaður, því einhver varð að vera til að segja frá öllum þeim breytingum sem æsir gerðu á Ginnungagapi (hinu mikla tómi) sem var í upphafi tímans. Þegar völvan talar við Óðin, en það var honum sem völvan sagði allt það sem stendur í Völuspá, rís hún upp úr jörðinni.Og eftir að hún hefur lokið við að segja frá sekkur hún aftur ofan í jörðina.
Í tveimur vísum Völuspár talar völvan um Gullveigu og gæti sú persóna verið hún sjálf. Gullveig var drepin í fyrstu orrustunni sem háð var. Gullveig birtist samt aftur og sama hversu oft hún var drepin hún kom alltaf aftur og aftur. Orustan sem hún var drepin í var á milli vana og ása svo e.t.v. er völvan ættuð frá öðrum hvorum staðnum.
Sjálf talar völvan um sig sem yndi illra kvenna svo hún lítur ekki á sig sem góða veru en aldrei er samt talað um nokkuð illt sem hún hefur gert. E.t.v. vildi enginn heyra um ragnarök og hún talin ill því hún sagði frá þeim.
Nútíma völvur hafa hingað til ekki komist með tærnar þar sem völvan í Völuspá hefur hælana. Hún er einskonar völva völvanna. Nútíma völvur eru spákonur sem birta spár í vikublöðum og spá þá t.d. fyrir um næsta árið. En völvan okkar spáir fyrir um endalok heimsins og birtir það ekki í vikublaði heldur talar við Óðin sjálfan.
Þetta verkefni gerðu: Æsa, Sigurbjörg og Dagbjört