NJÁLU - fréttir
Alþingistíðindi

Alþingi var sett í dag. Mörg mál voru tekin fyrir og bar þar hæst fjárkrafa á hendur Hrúti Herjólfssyni. Mál þetta sótti Gunnar á Hlíðarenda fyrir frænku sína, Unni Marðardóttur. Gengu þeir Hrútur og Gunnar fyrir Breiðfirðingadóm. Hrútur lagði til að málinu yrði vísað frá vegna formgalla. Þá brá Gunnar á það ráð að skora Hrút á hólm eða láta hann borga alla fjárheimtuna. Hrútur leitaði ráða hjá samstarfsmönnum sínum og urðu málalok þau að Hrútur greiddi Unni féð að fullu.

Böðvar Þór og Benedikt Ármannsson


Fletta áfram...
Fletta til baka...
Aftur á forsíðu...