Alþingi var sett í dag. Mörg mál voru tekin fyrir og bar þar hæst fjárkrafa á hendur Hrúti Herjólfssyni. Mál þetta sótti Gunnar á Hlíðarenda fyrir frænku sína, Unni Marðardóttur. Gengu þeir Hrútur og Gunnar fyrir Breiðfirðingadóm. Hrútur lagði til að málinu yrði vísað frá vegna formgalla. Þá brá Gunnar á það ráð að skora Hrút á hólm eða láta hann borga alla fjárheimtuna. Hrútur leitaði ráða hjá samstarfsmönnum sínum og urðu málalok þau að Hrútur greiddi Unni féð að fullu.