NJÁLU - fréttir |
Svartur, húskarl Bergþóru, var veginn af Koli, húskarli Hallgerðar. Kolur, húskarl Hallgerðar, var veginn af Atla, húskarli Bergþóru. Fyrir Svart og Kol voru greiddir 12 aurar silfurs og voru þeir þar með jafnir að metum.
Brynjólfur, frændi Hallgerðar, drap Atla, húskarl Bergþóru. Þórður leysingjason, fóstri Njálssona, drap Brynjólf, frænda Hallgerðar. Voru greidd 100 silfurs fyrir hvorn og voru þeir þar með jafnir að metum.
Sigmundur Lambason, frændi Gunanrs, drap Þórð leysingjason og voru Þráinn Sigfússon og Skjöldur vitni að því. Njálssynir drápu svo Sigmund og Skjöld og var Höskuldur Njálsson vitni að því. Sigmundur og Þórður voru metnir á 200 silfurs hvor. En Skjöldur var ógildur.
Allar þessar fjársektir voru greiddar af Gunnari og Njáli. Þó voru þeir ætíð vinir á meðan þessi hörmulegu víg stóðu og ríkja nú sættir með þeim köppum.
Stórar fésektir og aðrar skaðabætur hafa verið greiddar og hefur sáttum verið náð.
Dánarfregnir samdar af Ólafi og Sigurbirni