NJÁLU - fréttir
Dánarfregnir

Fregnir herma að Þorvaldur Ósvífursson hafi verið veginn, í Bjarneyjum. Þjóstólfur, fóstri Hallgerðar, lýsir verknaðinum á hendur sér. Höskuldur, faðir Hallgerðar, hefur bætt Ósvífi sonarmissinn og greitt af hendi umsamdar bætur.


Glúmur Óleifsson fannst veginn uppi á heiði. Þjóstólfur var banamaður hans og hefur látið sig hverfa. Sættir hafa tekist með Höskuldi og Óleifi um málið.


Þjóstólfur, fóstri Hallgerðar var veginn á Hrútsstöðum af Hrúti, er sá síðarnefndi frétti víg Glúms. Engar bætur voru greiddar fyrir Þjóstólf og er þetta mál látið falla niður með þeim Höskuldi og Hrúti.


Húskarlavíg hafa verið framin á Hlíðarenda og á Bergþórshvoli. Og af þeim leiddi víg æðri manna.

Svartur, húskarl Bergþóru, var veginn af Koli, húskarli Hallgerðar. Kolur, húskarl Hallgerðar, var veginn af Atla, húskarli Bergþóru. Fyrir Svart og Kol voru greiddir 12 aurar silfurs og voru þeir þar með jafnir að metum.

Brynjólfur, frændi Hallgerðar, drap Atla, húskarl Bergþóru. Þórður leysingjason, fóstri Njálssona, drap Brynjólf, frænda Hallgerðar. Voru greidd 100 silfurs fyrir hvorn og voru þeir þar með jafnir að metum.

Sigmundur Lambason, frændi Gunanrs, drap Þórð leysingjason og voru Þráinn Sigfússon og Skjöldur vitni að því. Njálssynir drápu svo Sigmund og Skjöld og var Höskuldur Njálsson vitni að því. Sigmundur og Þórður voru metnir á 200 silfurs hvor. En Skjöldur var ógildur.

Allar þessar fjársektir voru greiddar af Gunnari og Njáli. Þó voru þeir ætíð vinir á meðan þessi hörmulegu víg stóðu og ríkja nú sættir með þeim köppum.

Aðstandendur


Fjöldavíg

Fjöldavíg hafa verið háð og þeir bræður Gunnar, Kolskeggur og Hjörtur voru banamenn í þeim báðum. Í fyrra víginu létust alls 8 manns af völdum Gunnars og Kolskeggs. Þar á meðal voru þeir stórbændur Skammkell, bóndi á Hofi II og Otkell, bóndi á Kirkjubæ. Í seinna víginu létust alls 14 manns af völdum þeirra bræðra, þ.á.m. þeir stórhöfðingjar Egill Kolsson, Haukur, sonur Egils, og Sigurður svínhöfði. Einnig lést Hjörtur, bróðir Gunnars, í þessum bardaga.

Stórar fésektir og aðrar skaðabætur hafa verið greiddar og hefur sáttum verið náð.

Aðstandendur


Ástkær sonur minn, Þorgeir Otkelsson, og nokkrir vinnumenn létu lífið af völdum Gunnars á Hlíðarenda.

Þorgerður Másdóttir

Dánarfregnir samdar af Ólafi og Sigurbirni


Fletta áfram...
Fletta til baka...
Aftur á forsíðu...