NJÁLU - fréttir
Fólk í fréttum

Ólyginn sagði að Þorgeir Otkelsson hafi verið að sniglast í kringum Ormhildi, frænku Gunnars að Hlíðarenda, og er Gunnar ekki alls kostar ánægður með það.


Heyrst hefur að Hrútur Herjólfsson og Gunnhildur drottning hafi setið að sumbli og lifað villtu kynlífi í 2 vikur í utanferð Hrúts. Eitthvað hafa þessar vikur reynst Hrúti erfiðar því ekki gat hann fullnægt Unni, konu sinni, í bólinu eftir þetta. Þess má geta að Gunnhildur er nógu gömul til að geta verið amma Hrúts!


Sögur herma að Hallgerði sé mikið umhugað um útlit sitt þessa dagana, því hún neitaði Gunnari bónda sínum um lokk úr hári sínu af ótta við myndun skallabletts. Þessi skallablettahræðsla hafði það í för með sér að Gunnar dó.

Þóra, Dagný, Una Björg og Guðrún.


Spá um langa ævi

Sagt er að Njáll hafi spáð Þráni Sigfússyni að hann myndi lifa í 150 ár og engin eru dæmi þess að Njáll hafi með rangt mál farið!

Samið af Magnúsi


Fletta áfram...
Fletta til baka...
Aftur á forsíðu...