NJÁLU - fréttir |
Viðtalið við Gunnar var tekið á Alþingi eftir að hann var dæmdur útlægur.
1. Hvað hyggst þú gera, Gunnar, nú þegar þú ert orðinn útlægur?
Ja, ég ætla nú að taka þessu með jafnaðargeði en það er greinilegt að ég þarf að endurskoða mín mál. |
2. Nú hlýtur þú að fara úr landi því að þú ert réttdræpur hér á landi?
Ja, eins og ég segi, þá þarf ég að hugsa minn gang, en ég tel mjög líklegt að ég fari úr landi. |
3. Og hvert hyggst þú þá fara?
Noregur hefur heillað mig og ef ég fer út þá fer ég þangað. |
4. Ætlar þú að koma aftur heim eftir þessa 3 vetur?
Ég get ekkert sagt fyrir um það, það verður bara að koma í ljós. |
5. Ertu sáttur við dóminn?
Ég verð bara að sætta mig hann. |
Nafn:
Njáll Þorgeirsson |
Gælunafn:
"Hinn skegglausi" |
Heimili:
Bergþórshvoll í Rangárvallarsýslu |
Fjölskylduhagir:
Er kvæntur Bergþóru Skarphéðinsdóttur og við eigum 3 syni og 3 dætur |
Áhugamál:
Að vera í góðra vina hópi og lesa landslög |
Eftirlætis íþróttamaður:
Góðvinur minn, Gunnar á Hlíðarenda |
Eftirlætis stjórnmálamaður:
Mörður gígja |
Fallegasti kvenmaður sem þú hefur séð fyrir utan maka:
Hróðný Höskuldsdóttir |
Eftirminnilegasta atvik:
Þegar Þráinn Sigfússon sagði skilið við Þórhildi skáldkonu í brúðkaupi Gunnars og Hallgerðar |
Njáll Þorgeirsson sýndi mikla visku og kænsku á síðasta þingi.
Þess vegna útnefnum við hann Rangæing vikunnar.