Nafn: Ámundi Höskuldsson hinn blindi
Faðir: Höskuldur Njálsson
Móðir: Hróðný
Það var einn bjartan sumardag að í þennan heim var borinn Ámundi nokkur Höskuldsson. Hann var laungetinn og hafði blindur verið borinn.
Að loknum glæsilegum ferli í grunnskóla var hann sendur á fjallahótelið að Laugarvatni. Þar tók á móti honum herbergisfélagi hans, Lýtingur af Sámsstöðum. Lýtingur leiddi Áma um ganga skólans næstu tvö árin.
En Lýtingur var ekki lengi í Paradís, frekar en Adam. Ásta Sóllilja Guðbjartsdóttir, heimasæta í Sumarhúsum, stal stenunni og fékk þann heiður að leiða hann um vegi ástarinnar og sá henn ekki sólina fyrir henni. Samfarir þeirra voru góðar það sem eftir lifði vetrar. Á útskriftardaginn sló í brýnu milli þeirra félaga Lýtings og Ámunda. Ámundi fékk skyndilega sýn og rak rýting í gegnum Lýting, varð svo litið á Ástu Sóllilju og sá þá hversu rangeygð hún var. Sagði hann þá skilið við hana.
Satt og logið um Ámunda:
Mundi er alltaf blindfullur
Ámi var ánægður þegar hann fékk sýn og fjölvarp
Ámundi sér í gegnum holt og hæðir.
|
|