Freyja

Freyja er merkasta og tignasta gyðja norrænnar goðafræði og hin fagra gyðja ástarinnar. Hún er frjósemisgyðja af vanaætt, fögur álitum og máttug. Faðir hennar var Njörður í Nóatúnum, sjávarguð af ætt vana. Móðir hennar var Skaði í Þrymheimi, dóttir Þjassa jötuns. Bróðir Freyju var frjósemisguðinn Freyr.

Maður Freyju var Óður en hann var löngu farinn frá henni og grét hún gulltárum yfir fjarveru hans. Hún fór með ókunnum þjóðum að leita hans og í þeim ferðum gaf hún sér ýmis heiti, eins og t.d. Mardöll, Hörn, Gefn og Sýr. Eina afkvæmi Freyju var dóttirin Hnoss sem hún eignaðist með manni sínum.

Freyja á þann bæ á himni er Fólkvangur heitir, og hvar sem hún ríður til vígs þá á hún hálfan val en hálfan Óðinn. Salur hennar, Sessrúmnir, er mikill og fagur. Hún á hálsmenið Brísingamen og vagn sem dreginn er af 2 köttum. Einnig á hún valsham, sem hún lánaði m.a. Loka Laufeyjarsyni eitt sinn er hann þurfti að komast í Jötunheima.



Laxdaela Egils Saga Snorri Sturluson