Freyr

Freyr er sonur Njarðar og bróðir Freyju. Hann tók við starfi frjósemisguðs af föður sínum en er einnig guð ástar. Nafnið Freyr þýðir herra, drottinn, hinn fremsti. Það er skylt fornslavnesku orði, sem merkir fyrstur.

Freyr er hinn ágætasti af ásum. Snorri lýsir Frey sem fögrum yfirlitum, máttugum og góðum. Hann ræður fyrir regni og skini sólar og þar með ávexti jarðar og á hann er gott að heita til árs og friðar. Hann ræður fésælu manna.

Freyr var mikið dýrkaður í Svíþjóð og sést það á því að Svíakonungar ráku ættir sínar til Freys. En á Íslandi var Freyr næstur Þór af goðum. Örnefni tengd Frey eru víða í Svíþjóð en á Íslandi finnast einungis tvö, sem eru Freysnes og Freyshólar. Og í Reykjavík eru til Álfheimar sem voru heimkynni Freys. Þar bjó hann ásamt konu sinni, Gerði Gymisdóttur. Hana sá hann fyrst er hann settist í hásæti Óðins, Hlíðskjálf. Freyr sér hana er hann horfir í norður og verður þá svo ástfanginn að hann talar ekki, né borðar eða sefur. Skírnir, skósveinn Freys, fer til Gerðar og fær hennar fyrir Frey, en fær í staðinn sverð Freys, sem berst sjálft. Eftir þetta er Freyr vopnlaus og það verður hans bani í Ragnarökum.


Laxdaela Egils Saga Snorri Sturluson