Gylfaginning

Gylfaginning er fyrsti hluti Snorra-Eddu. Hún er skrifuð sem inngangsfræði í goðsögum fyrir ung skáld og er ein helsta heimild okkar um norrænan goðsagnaheim.

Þar segir frá því hvernig sænski konungurinn Gylfi nefnir sig Ganglera og kemur dulbúinn til Ásgarðs til að kynnast ásum og speki þeirra. Óðinn tekur á móti honum, dulbúinn sem 3 konungar; Hár, Jafnhár og Þriðji. Þeir svara spurningum Gylfa um sögu heimsins frá upphafi til enda, tilhögun hans og líf í goðheimum.

Við gerð Gylfaginningar notfærði Snorri sér Völuspá sem heimild. Formi Gylfaginningar hefur Snorri líklega kynnst af latneskum ritum.


Laxdaela Egils Saga Snorri Sturluson