Þar segir frá því hvernig sænski konungurinn Gylfi nefnir sig Ganglera og kemur dulbúinn til Ásgarðs til að kynnast ásum og speki þeirra. Óðinn tekur á móti honum, dulbúinn sem 3 konungar; Hár, Jafnhár og Þriðji. Þeir svara spurningum Gylfa um sögu heimsins frá upphafi til enda, tilhögun hans og líf í goðheimum.
Við gerð Gylfaginningar notfærði Snorri sér Völuspá sem heimild. Formi Gylfaginningar hefur Snorri líklega kynnst af latneskum ritum.