Helstu æsir og ásynjur

Óðinn er æðsti guðinn. Hann er guð skáldskapar og er alvitur. Freyr er guð frjóseminnar og er hann mjög fagur og máttugur. Týr er guð stríðs og hugrekkis. Gott dæmi um áræðni hans er þegar hann lagði hönd sína að veði í munn Fenrisúlfs og missti hana. Guð svika og fals er Loki, en hann er falskur og illur. Þór er guð karlmennsku og hreysti. Hann á hamarinn Mjöllni sem margir jötnar hafa fengið að kynnast. Einnig á hann fleiri góða hluti, s.s. megingjarðir, járnglófa og hafra tvo sem draga vagn hans hvert sem er og sjá honum fyrir allri næringu á ferðalögum hans. Njörður er sjávarguð.

Freyja er frjósemisgyðja. Hún grætur gulli og er stundum kölluð Vanadís. Sjöfn er ástargyðja. Frigg er elsta og æðsta gyðjan.

Nöfnin á goðunum og gyðjunum eru talsvert notuð í nútímanum, t.d. á skip, fyrirtæki og nöfn á götum. Til er sælgætisverksmiðja sem heitir Freyja og varðskipin okkar heita Óðinn, Týr og Ægir, svo nokkur dæmi séu nefnd.


Laxdaela Egils Saga Snorri Sturluson